UMHVERFISVÆN PLASTKORT

Félagið Incodia International í Bretlandi framleiðir m.a. prentuð plastkort af öllum gerðum, með eða án segulranda og örgjörva. Það hefur í allmörg ár framleitt kort fyrir nokkra viðskiptavini okkar og má þar nefna m.a. Evrópska sjúkratryggingakortið, F.Í.B. félagakortið o.fl en síðast var framleitt kort fyrir Slysavarnaskóla sjómanna, og var það afgreitt til skólans í nýliðnum mánuði.
Umhverfismál eru ofarlega á baugi hjá fyrirtækinu og nýlega hefur það kynnt nýja afurð sem þau kalla „Earth Cards“ eða sem þýða má sem jarðarkort. Þau skiptast í tvo meginþætti, annars vegar kort úr þykku kartoni allt að einum millimetra á þykkt, mött eða glansandi og hins vegar endurunnin og uppleysanleg plastkort.
Þau fyrrnefndu kallast á þeirra máli „Premium Coated Board“ og „Premium Uncoated Board“ en einnig „Good Coated Board“ og má nota þau fyrir fundi og ráðstefnur sem barmmerki með nöfnum gesta, en hin síðarnefndu „Degradable PVC“ sem munu eyðast með tímanum, svo og „Recycled PETG“ en PET G eru PVC plastkort án klórefna en síðan endurunnin allt að 60% en það gerir þau umhverfisvænni en hefðbundin plastkort úr PVC efni. Það má prenta nöfn á þessi kort, með bleksprautuprenturum eða með hitaprentun (Thermal print).
Fylgst verður með þróun þessarra kortagerða, því að þetta eru aðeins fyrstu tegundirnar. Enn sem komið er eru þau aðeins dýrari en venjuleg kort en það kann að breytast ef eftirspurn eykst eftir slíkum kortum.
Að lokum má nefna að til eru aðrar gerðir af umhverfisvænum kortum, svo sem PC, ABS, PET, en við flest þeirra verður að notast við dýra tækni til að setja nöfn eða myndir korthafa á kortin, helst með geislatækjum eða flóknari og almennt dýrari kortaprenturum.

Posted in Fréttir.