KYNNING Á NÝRRI STIMPILKLUKKU ATR480

Við höfum hafið sölu á nýrri stimpilklukku frá Acroprint fyrirtækinu, en hún nefnist ATR480.
Þessi klukka hefur samlagningareiginleika, þ.e. telur saman unnar stundir, hvort sem er í dagvinnu eða yfirvinnu. Einnig getur hún dregið frá kaffitíma o.þ.h. frá heildartímanum. Prentborðinn prentar bæði í svörtu og rauðum lit, t.a.m. stimplanir fyrir eða eftir mætingu, svo og yfirvinnustundir.
Einning er unnt að nota hana án samlagningar sem aðeins inn- eða útstimplun, og er þá möguleiki að stimpla sig inn og út þrisvar á dag.
Stimpilkortið er sett ofan í hana og skynjar hún hvaða dagur er og hvar á kortið á að stimpla fyrir þann daginn.
En hvers vegna stimpilklukka fyrir pappaspjöld? Jú, enn eru mörg fyrirtæki sem vilja ekki nota rafrænar stimpilklukkur, sérstaklega þau sem eru með fáa starfsmenn en þurfa samt að fylgjast með mætingu og brottför starfsfólks á réttum tíma.
Ítarlegri upplýsingar má finna hér á heimasíðunni eða hafa samband við okkur. Sýningareintak í aðsetri okkar að Skipholti 17, Reykjavík

Posted in Fréttir.