Entrust rafræn skilríki

Samstarfsaðili okkar til 35 ára, Entrust Datacard Corp. sem reyndar hét í byrjun samstarfsins Datacard Corp, en breytti nafninu í Entrust Datacard þegar það keypti kanadíska Entrust fyrirtækið fyrir 6 árum síðan, en það sérhæfir sig í alls kyns öryggisvottunum og stafrænum skilríkjum fyrir lokaðar vefsíður eða lén, en einnig stafrænum skilríkjum fyrir stafrænar undirskriftir, kóðaða lykla á internetinu, öryggi í tölvupóstum og farsímum. Einnig bjóða þeir PKI lausnir og fleira mætti telja.
Ein nýjungin felst í lyklalausu og snertilausu aðgengi að vinnutölvu innan veggja fyrirtækja eða félaga með rafrænu aðgengi gegnum farsíma notanda ýmist gegnum lífsýni, andlitsskönnun eða PIN og þegar það er fengið virkjast „Bluetooth“ tenging við tölvu notanda, þannig að hverfi hann um stundarsakir frá tölvu sinni lokast sjálfkrafa aðgengi annarra að verkþáttum, sem unnið er við og opnast ekki fyrr en starfsmaður kemur til baka. Að sjálfsögðu háð skilyrðum um tölvunotkun settar af yfirstjórn félags.
Því ekki slá á á þráðinn eða senda okkur skilaboð gegnum messenger, eða þá senda okkur tölvupóst, oba@oba.is.

Posted in Fréttir.