Nú árið (2020) er liðið í aldanna skaut…….

Sl. ár einkenndist að mestu leyti af COVID-19 faraldrinum og hafði það mikil áhrif á efnahag landsins og viðskiptalíf, sérstaklega á þau fyrirtæki, sem þurftu að segja upp fjölda fólks og draga saman seglin að öðru leyti. Þetta varðaði samt ekki öll fyrirtæki t.a.m.ekki þau sem seldu almenna neytendavöru eða varning til einstaklingsframkvæmda.
Þrátt fyrir þessa almennu efnahagsörðugleika hafa á árinu verið nokkrar mikilvægar og stórar sölur og ber þar fyrst að nefna að Reiknistofa bankanna endurnýjaði kortaútgáfuvél sína á árinu með nýrri vél frá Entrust Datacard, fyrirtækið breytti reyndar nafninu um mitt árið í Entrust. Þetta er þriðja vélin sem RB kaupir á 27 ára tímabili, þannig að tvær fyrstu dugðu í um 13 ár hvor. Nýja vélin er aðeins afkastaminni en hinar tvær voru en nú er gildistími bankakortanna lengri en þau voru fyrir 15 árum síðan, þannig að þörfin á afkastagetu er ekki jafn mikil núna og hún var þá, auk þess sem vélin er búin nýjungum til bóta fyrir endingu kortanna. Jafnhliða var farið í uppstokkun á kortahugbúnaði og hann uppfærður til að standast nýjustu kvaðir um öryggi og getu. Myndin með þessari frétt er sambærileg við nýju vél RB.
Einnig einbeittum við okkur áfram að sölu á öðrum vélbúnaði, svo sem plastkortaprenturum, rafrænum vottunum og rafrænum stimpilklukkum, bjölluhringar- og veggklukkukerfum o.fl.
Í lok ársins var gerður samningur við þekkt fyrirtæki sem hafði notað rafrænt stimpilklukkukerfi frá okkur um sölu á enn fullkomnari búnað, sá fyrsti sem selst hér á landi sinnar tegundar og sem hentar öllum fyrirtækjum, jafnt stórum sem smáum, með einni eða fleiri útvinnustöðvum með tengingu við miðlæga tölvumiðstöð.

Posted in Fréttir.