Nú stendur yfir kynning hjá okkur á nýrri línu plastkortaprentara frá Entrust fyrirtækinu, sem áður hét Entrust Datacard, en við höfum í marga áratugi selt hérlendis litla kortaprentara fyrir starfsmannaskírteini, félagakort o.fl.
Í nýju línunni eru fjölmargar útfærslur prentara með breytilegum eiginileikum og að sjálfsögðu val um prentara með segulrandar- og/eða örgjörvakóðun, fyrir snertilausa örgjörva eða með snertum, eins og bankakortin.
Sameiginlegt með öllum prenturunum er að þeir eru allir búnir TLS/SSL vottunum og stjórna má þeim á hefðbundinn hátt eða með snjallsímasmáforriti. Myndgæði eru allt að 300 x 1200 dpi og valkostir um glansprentun á einstaka fleti eða útfjólubláa prentun (ósýnileg berum augum).
Sýningarprentari á staðnum, svo og fullkominn hugbúnaður fyrir kortahönnun og miðlun samskipta við prentarann.
Verið velkomin að sjá og sannfærast!

NÝ LÍNA PLASTKORTAPRENTARA
Posted in Fréttir.