Sýnum þetta myndband til kynningar á ENTRUST fyrirtækinu, en það hét áður Datacard, fyrirtæki sem við höfum haft umboð fyrir í u.m.b. 35 ár. Entrust er með höfuðstöðvar í Minnesota í Bandaríkjunum og skráð þar, en aðaleigendi þess er Quandt fjölskyldan í Þýskalandi, en fjölskylda þessi á m.a. BMW bifreiðaverksmiðjurnar.
Entrust sérhæfir sig í útgáfu alls kyns öryggisvottana og skírteina, svo sem fyrir SSL, PKI og annarra stafrænna lausna fyrir miðlun upplýsinga milli einstaklinga og fyrirtækja, stofnanna og banka o.fl. Einnig framleiða þeir vélbúnað fyrir útgáfu skilríkja og fjármálakorta (Visa og MC), svo og prentara fyrir félagakort, vinnustaðaskilríki o.fl.