NÝJUNG FRÁ BODET TIME

Um nokkurt skeið hafa nokkrar stafrænar klukkur frá franska fyrirtækinu Bodet Time verið fáanlegar með “WiFi” virkni, en nú eru einnig flestar hliðrænar (analog) klukkur í boði með sams konar virkni. Í eðli sínu merkir þetta að ekki þarf lengur stjórnklukku til að senda klukkunum samhæfingarmerki, heldur sækir hver klukka réttan tíma í  beininn (router) eða í netkerfið þegar það á við. Hver klukka fær frá beininum sína IP tölu sem unnt er að eyrnamerkja henni. Þetta er að sjálfsögðu háð því að beinirinn eða netkerfið sé ávallt með réttan tíma. Ef ekki þá væri unnt að tengja tímaþjón við netkerfið en slíkur þjónn (Netsilon) er fáanlegur frá Bodet Time fyrirtækinu.

Posted in Fréttir.