KELIO hugbúnaðurinn er hentugur fyrir rekstur, sem er með fleiri en eina starfsstöð en eina miðlæga starfsstöð sem heldur utan um allar tímaskráningar og viðveru starfsfólks á starfsstöðvunum. Sníða má hugbúnaðinn að verksviði hvers starfsmanns og skrá viðveru og fjarveru, dagvinnu og yfirvinnu, skv. kjarasamningi eða sérstökum vinnusamningi. Skráning gegnum klukku, ýmist með nándarkorti (lykli) eða fingrafari. Einnig fjarskráning með farsíma er möguleg. Margir aðrir þættir fólgnir í hugbúnaðinum, svo sem aðgangsstýring, skilaboð o.fl. Ánægðir notendur hérlendis, hvernig væri að heyra í okkur og kynnast Kelio lausninni?