Nýjung hjá Bodet-Time framleiðanda hliðrænna og stafrænna veggklukkna er WiFi klukkur, sem fá tímamerki beint frá beini með skráningu IP tölu og séu fleiri en ein klukka á staðnum munu þær allar sýna sama tíma. Þær þurfa því aðeins rafmagnstengingu en nauðsyn á tengingu við sérstaka stjórnstöð er óþörf. Nýlega voru tvær stafrænar klukkur með WiFi tengingu, eins og myndin sýnir, settar upp í fæðingarstofum í Sjúkrahúsinu á Akureyri og er almenn ánægja með þessar klukkur. Við bjóðum áfram klukkur sem ýmist vinna sjálfstætt eða með tengingu við stjórnstöð þegar WiFi klukkur henta ekki til notkunar á viðkomandi stað eða ef stjórnstöðin eigi jafnframt að stjórna bjölluhringingum eða öðrum tímasettum aðgerðum.