STAFRÆNAR BODET ÚTIKLUKKUR Á AKUREYRI

Nýlega voru settar upp tvær samtengdar stafrænar útiklukkur frá Bodet-Time á Glerártorgi á Akureyri, en auk tímans sýna þær einnig hitastig. Klukkurnar eru með 25 cm rauðum stöfum og til að viðhalda ávallt réttum tíma taka þær við GPS merkjum frá gervitunglum. Sams konar klukka er í Sundlaug Akureyrar, en á fæðingardeild  Sjúkrahúss Akureyrar eru tvær stafrænar inniklukkur með WiFi tengingu, sem sýna nákvæmlega réttan tíma þegar fæðing á sér stað.

Posted in Fréttir.