Að undanförnu hefur ENTRUST fyrirtækið verið að breyta umbúðum utan um prentborðana fyrir plastkortaprentara í umhverfisvænar umbúðir, sbr. meðf. mynd. Þetta er jákvætt, en neikvæðu fréttirnar eru að vegna hækkunar á hráefni sem notað er í framleiðslu á þessum prentborðum hefur fyrirtækið neyðst til að hækka verðið á þeim. Þetta hefur verið gert í smáskömmtum en engu að síður eru hækkanir nánast í hverri sendingu sem við fáum. Að auk hefur bandaríkjadollar hækkað að undanförnu, svo að þessi hækkun hefur einnig áhrif á verðið. Okkur þykir þetta miður og vonum að þessar hækkanir verði ekki viðvarandi öllu lengur. Það má og geta þess að það eru fyrst og fremst prentborðar í gömlu SP og SD prentaralínuna sem hækka mest, en rekstrarvörur í SIGMA prentarana eru frekar hófstilltir í verðhækkunum enn sem komið er.