Vorum að fá nýja sendingu af kortaíhlutum frá birgi okkar í Frakklandi, svo sem kortaslíður, hálsólar o.þ.h. Nú getum við boðið 9 mismunandi afbrigði af lokuðum kortaslíðrum og 4 afbrigði af opnum, þar á meðal vistvænt opið lóðrétt kortaslíður (biodegradable) sem er nýjung í flóru okkar af slíðrum. Myndin sýnir slíkt opið slíður. Skoðið úrvalið hér á vefsíðunni okkar.