Franska fyrirtækið Bodet Time, sem við höfum starfað með í nokkur ár, var að kynna nýjung í hliðrænum veggklukkum, sem knúnar eru með bæði birtu og sólarorku. Fyrst um sinn verða framleiddar tvær gerðir, báðar með 30 cm skífum, önnur með hvítri skífu en svört í miðjunni en hin alsvört. Tegundarheiti þeirra er PROFIL 930L Hvíta klukkan er alfarið framleidd úr vistvænum og endurunnum efnum og sú svarta að mestum hluta. Það þarf lágmarksbirta 100 lúx til að knýja þær og til að ganga samfellt allan sólarhringinn þurfa þær að vera í 150 lúx birtu í 10 klst. Innra verk þeirra viðheldur nánast réttum tíma, en þær eru einnig með viðtöku fyrir þráðlaus samhæfingarmerki frá stjórnklukku og séu margar slíkar klukkur í sama húsi getu þær með þessu móti allar sýnt nákvæmlega sama tíma. Engir kaplar, engar snúrur, engar rafhlöður, unnt að setja upp hvar sem er innanhúss.