Verðhækkun á útseldri vinnu

Við síðustu kjarasamninga hækkuðu laun almennt um 6,75 af hundraði. Útseldri vinnu sem gilti frá 1. september 2022 var haldið óbreyttri þrátt fyrir þessa hækkun launa uns núna þegar taka þarf tillit til þessara launahækkana auk hækkaðs almenns rekstrarkostnaðar, vaxta o.fl. Nýr verðlisti gildir frá og með 1. september 2023. Unnt er að fá upplýsingar um einstaka liði með því að hafa samband við félagið. Akstur á höfuðborgarsvæðinu kostar núna kr. 4.000 m/vsk.

Posted in Fréttir.