Ný klukka fyrir aðgerðarstofur á spítölum eða hjá sjálfstætt starfandi læknum

Franska fyrirtækið BodetTime kynnir nýja klukku fyrir aðgerðarstofur á sjúkrahúsum. PROFIL 730 OP nefnist hún og er gerð til að fella inn í stjórnborðsvegg með öðrum stjórntækjum eða í annað tvöfalt veggrými. Umgjörðin er ferköntuð 40 x 40 cm, með slípaðri stálumgjörð, hertu gleri og er vatnsheld, þar af leiðandi auðveld að þrífa. Fáanleg með klst/mín. vísum en einnig til með sekúnduvísi. Nokkrir tengimöguleikar við stjórnklukku, m.a. við tölvunet. Lesfjarlægð er 20 m svo að auðvelt á að vera að lesa nákvæmlega tímasetningu í aðgerð, en ef þarf að mæla nákvæmlega lengd aðgerðar er unnt að koma fyrir stafrænni klukku með stjórnbúnaði til að mæla tímann sbr. myndin hér fyrir neðan. Hafið samband til að fá nánari upplýsingar.

Posted in Fréttir.