VISTVÆNT – ER ÞAÐ EKKI FRAMTÍÐIN?

Við getum útvegað allar mögulegar gerðir af vistvænum kortaslíðrum, m.a. þetta sem myndin er af og er fyrirliggjandi á lager hjá okkur. Á ensku kallast  þessi slíður  „Biogdegradable“ en það merkir að efnið í slíðrinu eyðist í náttúrunni. Kortaframleiðendur eru í auknu mæli farin að bjóða vistvæn kort í stað PVC, PC eða ABS korta, t.a.m. eru komin fram viðarkort svo að eitthvað sé nefnt.

Ný klukka fyrir aðgerðarherbergi á spítölum eða læknastofum

Franska fyrirtækið BodetTime kynnir nýja klukku fyrir aðgerðarstofur á sjúkrahúsum. PROFIL 730 OP nefnist hún og er gerð til að fella inn í stjórnborðsvegg með öðrum stjórntækjum eða í annað tvöfalt veggrými. Umgjörðin er ferköntuð 40 x 40 cm, með slípaðri stálumgjörð, hertu gleri og er vatnsheld, þar af leiðandi auðveld að þrífa. Fáanleg með klst/mín. vísum en einnig til með sekúnduvísi. Nokkrir tengimöguleikar við stjórnklukku, m.a. við tölvunet. Lesfjarlægð er 20 m svo að auðvelt á að vera að lesa nákvæmlega tímasetningu í aðgerð, en ef þarf að mæla nákvæmlega lengd aðgerðar er unnt að koma fyrir stafrænni klukku með stjórnbúnaði til að mæla tímann sbr. myndin hér fyrir neðan.Hafið samband til að fá nánari upplýsingar.

Öryggi í plastkortaprenturum

Það vita ekki allir að í SIGMA plastkortaprenturum sem við höfum undanfarið selt til stofnana og fyrirtækja eru innbyggðar öryggisgirðingar sem koma í veg fyrir að óprúttnir tölvuhakkarar geti nálgast upplýsingar um nöfn þeirra og aðrar upplýsingar þeirra sem verið er að prenta kort fyrir. Þetta á við um Sigma gerðir DS1, DS2 og DS3, svo og um Artista CR805 .

105 ára afmæli félagsins

Félagið kennt við Otto B. Arnar fagnar 105 ár frá stofnun þess 5. febrúar 1919 og miðað daginn við  þegar verslunarleyfi var gefið út til stofnandans eins og sjá má á myndinni, sem fylgir þessari frétt. Félagið fagnar þessum tímamótum með hófstillingu og býður að þessu sinni ekki til samkomu- né veisluhalda.

Verðhækkun á útseldri vinnu

Við síðustu kjarasamninga hækkuðu laun almennt um 6,75 af hundraði. Útseldri vinnu sem gilti frá 1. september 2022 var haldið óbreyttri þrátt fyrir þessa hækkun launa uns núna þegar taka þarf tillit til þessara launahækkana auk hækkaðs almenns rekstrarkostnaðar, vaxta o.fl. Nýr verðlisti gildir frá og með 1. september 2023. Unnt er að fá upplýsingar um einstaka liði með því að hafa samband við félagið. Akstur á höfuðborgarsvæðinu kostar núna kr. 4.000 m/vsk.

Nýjung frá Bodet-Time – hliðræn veggklukka knúin af birtunni einni

Franska fyrirtækið Bodet Time, sem við höfum starfað með í nokkur ár, var að kynna nýjung í hliðrænum veggklukkum, sem knúnar eru með  bæði birtu og sólarorku. Fyrst um sinn verða framleiddar tvær gerðir, báðar með 30 cm skífum, önnur með hvítri skífu en svört í miðjunni en hin alsvört. Tegundarheiti þeirra er PROFIL 930L Hvíta klukkan er alfarið framleidd úr vistvænum og endurunnum efnum og sú svarta að mestum hluta. Það þarf lágmarksbirta 100 lúx til að knýja þær og til að ganga samfellt allan sólarhringinn þurfa þær að vera í 150 lúx birtu í 10 klst. Innra verk þeirra viðheldur nánast réttum tíma, en þær eru einnig með viðtöku fyrir þráðlaus samhæfingarmerki frá stjórnklukku og séu margar slíkar klukkur í sama húsi getu þær með þessu móti allar sýnt nákvæmlega sama tíma. Engir kaplar, engar snúrur, engar rafhlöður, unnt að setja upp hvar sem er innanhúss.

 

KORTAÍHLUTIR Á HAGSTÆÐU VERÐ

Seljum í lausasölu eða heilum kössum (100 stk)kortaslíður í18 mismunandi gerðum, bæði úr harðplasti eða vinyl, nú einnig úr vistvænu efni(biodegradable). Hálsbönd í mismunandi litum með króklás eða snúruhjóli, einnig alls konar festingar fyrir kortahöldur eða plastkort t.a.m. snúruhjól. Hvergi meira úrval en hjá okkur og verðið með því hagstæðasta sem gerist. Eigum þetta oftast fyrirliggjandi eða þá stutt í pantanir.

 

Sumartími varir!

Á tímabilinu 1. júní til 31. ágúst varir sumartími í opnun fyrirtækisins, en það er frá kl. 9.00 árdegis til kl. 16.00 síðdegis.

Athuga skal einnig að föstudaginn 16. júní er lokað allan daginn vegna fjarveru eigenda og stjórnenda.

VIÐ FLYTJUM

Fyrirtækið er lokað í dag og á morgun vegna flutninga. Opnum aftur mánudaginn 6.mars á neðri hæð á Laugarásvegi 2, 104 Reykjavík. Biðjumst velvirðingar á óþægindum, sem það kann að valda viðskiptavinum okkar. Ef nauðsyn krefur má hafa samband í farsímum 8974694 (Snorri) eða 8964599 (Birgir).

Vistvæn kortaslíður

Birgir okkar í kortaslíðrum, hálsböndum, snúruhjólum o.fl., Sogedex Accessories í Frakklandi, hefur að á undanförnum mánuðum verið að framleiða vistvæn kortaslíður „Biodegradable“ en einnig slíður, sem hrinda frá sér örverur „antimicrobial“. Auk þess er í boði slíður með vörn fyrir gagnakort. Þessi vistvænu slíður eru ekki enn á lager hjá okkur, en sýnishorn eru fyrir hendi ef áhugi er að skoða þau og jafnvel láta okkur panta slík slíður.