Breyting á opnunartíma v/Covit-19 faraldurs

Ákveðið hefur verið að loka kl. 16 síðdegis, tímabundið, vegna Covit-19 faraldsins. Til greina koma frekari breytingar á opnunartíma ef starfsmenn veikjast eða verða settir í sóttkví. Við bendum á farsíma starfsmanna hér á heimasíðunni, ef þörf er á að ná sambandi við þá meðan lokað er.

Gleðilegt ár 2020

Sendum öllum viðskiptavinum okkar og öðrum velunnurum bestu óskir um farsælt og gæfuríkt komandi ár. Þökkum samstarfið á liðnu ári.

UMHVERFISVÆN PLASTKORT

Félagið Incodia International í Bretlandi framleiðir m.a. prentuð plastkort af öllum gerðum, með eða án segulranda og örgjörva. Það hefur í allmörg ár framleitt kort fyrir nokkra viðskiptavini okkar og má þar nefna m.a. Evrópska sjúkratryggingakortið, F.Í.B. félagakortið o.fl en síðast var framleitt kort fyrir Slysavarnaskóla sjómanna, og var það afgreitt til skólans í nýliðnum mánuði.
Umhverfismál eru ofarlega á baugi hjá fyrirtækinu og nýlega hefur það kynnt nýja afurð sem þau kalla „Earth Cards“ eða sem þýða má sem jarðarkort. Þau skiptast í tvo meginþætti, annars vegar kort úr þykku kartoni allt að einum millimetra á þykkt, mött eða glansandi og hins vegar endurunnin og uppleysanleg plastkort.
Þau fyrrnefndu kallast á þeirra máli „Premium Coated Board“ og „Premium Uncoated Board“ en einnig „Good Coated Board“ og má nota þau fyrir fundi og ráðstefnur sem barmmerki með nöfnum gesta, en hin síðarnefndu „Degradable PVC“ sem munu eyðast með tímanum, svo og „Recycled PETG“ en PET G eru PVC plastkort án klórefna en síðan endurunnin allt að 60% en það gerir þau umhverfisvænni en hefðbundin plastkort úr PVC efni. Það má prenta nöfn á þessi kort, með bleksprautuprenturum eða með hitaprentun (Thermal print).
Fylgst verður með þróun þessarra kortagerða, því að þetta eru aðeins fyrstu tegundirnar. Enn sem komið er eru þau aðeins dýrari en venjuleg kort en það kann að breytast ef eftirspurn eykst eftir slíkum kortum.
Að lokum má nefna að til eru aðrar gerðir af umhverfisvænum kortum, svo sem PC, ABS, PET, en við flest þeirra verður að notast við dýra tækni til að setja nöfn eða myndir korthafa á kortin, helst með geislatækjum eða flóknari og almennt dýrari kortaprenturum.

Fellowes JUPITER 2 A3 plöstunarvél

Vorum að fá þessa einstöku plöstunarvél í nýrri sendingu frá Fellowes. Hún tekur allar stærðir plöstunarefnis upp í A3 stærð og allar þykktir frá 75 upp að 250 míkrónum, sjálfstillandi fyrir þykkt og hraða, sem mest getur orðið 119 cm á mínútu. Upphitunartími 55 sekúndur. Sjón er sögu ríkari – sjáumst!

Umhverfisvæn reiknivél frá Olivetti

Höfum aftur hafið sölu á vistvænni reiknivél frá Olivetti fyrirtækinu, en hún er gerð úr endurunnu plasti og jafnframt endurvinnanleg, svo er hún orkusparandi, slekkur á sér ef ekki notuð í þrjár mínútur en fer aftur í sömu stöðu við það að snerta hnapp á lyklaborðinu. Lyklaborðið er sótthreinsandi, þ.e. hindrar dreifingu bakteríu og gerla. Nánari lýsing í vöruskrá.

Hækkun á útseldri þjónustu

Óhjákvæmilegt er að hækka aðeins gjaldskrá okkar fyrir útselda þjónustu vegna þeirra launahækkana sem varð hjá rafiðnaðarfólki sl. vor, auk minnkunar á vinnuskyldu, eins og samið var um, og tekur ný gjaldskrá gildi 1. ágúst 2019.

Ný vörulína af pappírstæturum hjá Intimus

Intimus fyrirtækið, til margra ára framleiðandi pappírstætara, sem notið hafa mikilla vinsælda og eru í notkun hjá mörgum fyrirtækjum og stofnunum hérlendis, eru komnir með nýja vörulínu pappírstætara fyrir lítil fyrirtæki eða til einkanota við vinnuborð stjórnenda stærri fyrirtækja. Í ráði er að þessir tætarar verði komnir í sölu hjá okkur síðla sumars, en sjá má nánari upplýsingar um þá hér á síðunni undir liðnum pappírsvinnslulausnir.

Saga OBA – 100 ára afmæli

Vakin skal athygli á því að endurbætur hafa nú verið gerðar á Sögu OBA sem var gefin út í tilefni af 100 ára afmæli félagsins og jafnframt hafa verið gerðar lagfæringar á ritvillum og framsetningu, en söguna má finna undir hlekknum: Um OBA hérna á heimasíðunni.