Opnunartími sumarið 2022

Frá og með 1. júní breytist opnunartími okkar þannig að lokað verður kl. 16 alla vinnudaga en opnum enn kl. 9 á morgnana, þ.e. sumir starfsmanna okkar eru árisulir og gætu verið mættir enn fyrr. Það skaðar ekki að hringja og heyra hvort einhver er mættur á staðinn ef viðkomandi á leið um árla morguns. Síminn er 588 4699. Hinn 1. september breytist opnunartíminn aftur í fyrra horf.

Rýmingarsala á harðkápuefnum í A4 stærð

Í mörg undanfarin ár höfum við leitast við að bjóða sem mest úrval í innbindiefnum fyrir skýrslugerð o.þ.h., m.a. með að eiga marga liti og gerðir af harðkápuefnum sem og forsíðuplasti. Nú hefur eftirspurn minnkað verulega, mun færri að gera skýrslur o.fl. á pappír, og því hafa safnast hjá okkur nokkuð magn harðkápuefna, sem við viljum losna við og höfum þar af leiðandi sett í rýmingarsölu með 50% afslætti. Þetta harðkápuefni er einnig hentugt í alls kyns föndur fyrir leikskóla og heimakær börn.

WiFi-tengdar hliðrænar og stafrænar veggklukkur

Nýjung hjá Bodet-Time framleiðanda hliðrænna og stafrænna veggklukkna er WiFi klukkur, sem fá tímamerki beint frá beini með skráningu  IP tölu og séu fleiri en ein klukka á staðnum munu þær allar sýna sama tíma. Þær þurfa því aðeins rafmagnstengingu en nauðsyn á tengingu við sérstaka stjórnstöð er óþörf. Nýlega voru tvær stafrænar klukkur með WiFi tengingu, eins og myndin sýnir, settar upp í fæðingarstofum í Sjúkrahúsinu á Akureyri og er almenn ánægja með þessar klukkur. Við bjóðum áfram klukkur sem ýmist vinna sjálfstætt eða með tengingu við stjórnstöð þegar WiFi klukkur henta ekki til notkunar á viðkomandi stað eða ef stjórnstöðin eigi jafnframt að stjórna bjölluhringingum eða öðrum tímasettum aðgerðum.

Kortaslíðrin vinsælu komin aftur

Vorum að fá í hús vinsælu kortaslíðrin frá Sogedex í Frakklandi, ein vinsælasta söluvaran okkar í kortafestingum. Óbreytt verð eins og ávallt, þ.e. sama lága verðið, sem gerir þessa vönduðu vöru jafn vinsæla og raun ber vitni. Skoðið úrvalið af kortaíhlutum hjá okkur og kynnist lága verðinu.

OKI svart-hvítir LED prentarar

Vorum að fá sendingu á nokkrum OKI prenturum, sem prenta í svörtu á A4 pappír (eða minna). Þetta eru B412dn gerðin sem prentar báðum megin ef svo ber undir, prenthraði 33 einhliða síður á mínútu. Sama verð og áður, þ.e. tæplega 50 þús. kr.  Eins og flestir vita er orðið erfitt að fá sum prenttæki til landsins, fyrst og fremst vegna skorts á hálfleiðurum, en einnig vegna tafa á flutningi milli landa, sérstaklega frá Asíulöndum.

Umslagapökkunarvél

Enda þótt notkun umslaga fer ört þverrandi eru margir bankar og innheimtufyrirtæki enn að senda tilkynningar bréfleiðis, ennfremur liggur markaðsfæri í tilkynningum á bréfsefni, t.a.m. í beinni markaðskynningu. Allir vita hversu ömurlegt það getur verið að handbrjóta pappír og stinga inn í umslag og loka því.  Nauðsynlegt að hafa plástur í skúffunni. Við erum með í umboðssölu lítið notaða umslagapökkunarvél, Pitney Bowes gerð „Relay“ 2000. Hún er snögg að brjóta pappírinn í helming eða í þrennt og stinga honum inn í umslagið. Ef það er með lími á gamla mátann getur hún vætt límið og lokað umslaginu. Hafðu samband – verðið er samkomulagsatriði!

EINSTAKT TÆKI

Erum með í sölu OKI fjölnotatæki, sem hefur verið sýningargripur í nokkur ár og er því ekki lengur með verksmiðjuábyrgð, en tækið er nánast ekkert notað og er enn í því frumtonerhylkið.

Þetta er OKI MB562dnw, sem er í senn prentari, skanni, ljósritunarvél og faxtæki. Bæði með USB og nettengingu, en þar að auki þráðlausa tengingu. Tvíhliða prentun og ljósritun í s/h á 60 til 120 g pappír, 163 g gegnum aukainnskotsbakka.Upplausn 1200 x 1200 dpi. Prenthraði 45 bls á mínútu. Verðmæti þessa tækis væri um kr. 160 til 170 þús. krónur en selst á kr. 94.860 m/vsk.

KELIO tímaskráningar- og viðveruhugbúnaður frá BODET SOFTWARE

KELIO hugbúnaðurinn er hentugur fyrir rekstur, sem er með fleiri en eina starfsstöð en eina miðlæga starfsstöð sem heldur utan um allar tímaskráningar og viðveru starfsfólks á starfsstöðvunum. Sníða má hugbúnaðinn að verksviði hvers starfsmanns og skrá viðveru og fjarveru, dagvinnu og yfirvinnu, skv. kjarasamningi eða sérstökum vinnusamningi. Skráning gegnum klukku, ýmist með nándarkorti (lykli) eða fingrafari. Einnig fjarskráning með farsíma er möguleg. Margir aðrir þættir fólgnir í hugbúnaðinum, svo sem aðgangsstýring, skilaboð o.fl. Ánægðir notendur hérlendis, hvernig væri að heyra í okkur og kynnast Kelio lausninni?

Óveður í aðsigi í dag – lokað eftir kl 14

Veðurfræðingar vara við miklu hvassviðri síðar í dag með skafrenningi og miðað við snjómagnið sem lagðist yfir suð-vestur horn landsins í morgun má búast við ófærð. Þar sem nú þegar eru fáir á ferli var ákveðið að loka fyrirtækinu eftir kl 14 í dag. Vonandi verður unnt að hafa opið allan daginn á morgun.

OFSAVEÐUR

Í ljósi veðurspár um ofsaveður verður lokað fram eftir morgni, mánudaginn 7. febrúar, eða uns veður hefur slotað nógu mikið til þess að unnt verði að komast á vinnustað.