NÝJUNG HJÁ BODET-TIME Í FRAKKLANDI WIFI LAUSN FYRIR HLIÐRÆNAR BATTERÍ KLUKKUR

Nú er hægt að fá PROFIL 730 og 740 skífuklukkurnar (hliðrænu) og einnig PROFIL 930 of 940 skífuklukkurnar (hliðrænu) sem nota rafhlöður sem aflgjafa líka fyrir WiFi tengingu og gildir einu hvort klukkurnar sýni aðeins klst og mín. og einnig sekúndur. PROFIL 730/740 klukkurnar er með ryðfríar stálumgjörðir, en PROFIL 930/940 klukkurnar eru með málaðar umgjörðir, annaðhvort svartar, hvítar eða állitaðar. Með þessari nýjung fá klukkurnar leiðréttingarboð frá beini netkerfisins. Við erum með umboð fyrir Bodet-Time á Íslandi.

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Um leið og við óskum öllum okkar viðskiptavinum og velunnurum gleðilegra jóla tilkynnist hér með að samkvæmt gamalli hefð okkar er lokað á Þorláksmessu svo og á aðfangadegi jóla. Ennfremur verður að þessu sinni einnig lokað föstudaginn 27. desember. Opnum aftur mánudaginn 30. des. en svo verður lokað á gamlársdag og á nýársdag að sjálfsögðu.

Bestu óskir okkar um farsælt og gjöfult nýtt ár, þökkum fyrir alla velvild í okkar garð á liðnu ári.

60 ÁR Í SAMA STARFI

Á þessu ári sem er að líða hefur Birgir Arnar framkvæmdastjóri félagsins Otto B. Arnar ehf., starfað hjá því í 60 ár, en hann hóf störf árið 1964 og tók við rekstrinum eftir andlát föður síns og stofnanda félagins Otto B. Arnar, árið 1972. Á þessu tímabili hafa orðið margvíslegar breytingar á rekstrarumhverfi fyrirtækja, bæði vegna tækniþróunar og líka samfélagsbreytinga en alltaf hefur Birgir staðið vaktina, líka gegnum efnahagsleg áföll sem hafa dunið á þjóðinni og má þar sem dæmi telja efnahagsþrengingar í lok áttunda áratugarins, covid faraldurinn fyrir nokkrum árum og ef til síðast en ekki síst efnahagshrunið 2008, sem var það versta í um það bil 100 ár.

Á þessum tíma hefur Birgir oft á tíðum lagt nótt við dag til að halda rekstrinum gangandi og hefur oftar en ekki fórnað sínum eigin hagsmunum og tíma til að svo geti verið og hefur hann til að mynda sjaldnast tekið sér hefðbundið sumarfrí eða verið frá vinnu vegna veikinda og ég hugsa að hann hafi verið minna frá vinnu en margir starfsmenn á öðrum sviðum atvinnulífsins sem ekki mun tíundað hér, til samans, enda virðist í ákveðnum stéttum vera orðin lenska að vinna minna og kvarta meira.

Við óskum Birgi til hamingju á þessum tímamótum og vonum að hann geti notið starfskrafta sinna eins lengi og hann hefur löngun til. (Snorri B. Arnar – 20.12.2024.)

Entrust Cyber Securiry Institute presents 2025 Identity Fraud Report.

Í inngangi greinarinnar „2025 Identity Fraud Report“, sem félagið Entrust birtir kemur fram að með breyttri tækni og nýjungum hafi svik einnig breyst og færst yfir í tæknilegri árásir á borð við fölsuð persónusvik og djúpfölsunartækni og að svik séu jafnvel seld sem þjónusta. Einnig sé nú farið að nota gervigreind í svikatilgangi.

Megin niðurstöður greiningarinnar sem koma fram í greininni er að stafrænar útfærslur svika hafi að mestu leyti leyst hefðbundnar aðferðir á borð við fölsun skjala af hólmi og hafa þessar stafrænu aðferðir aukist um 244% árlega. Í öðru lagi hafa svik með aðstoð gervigreindar aukist mikið á síðustu árum og í þriðja lagi að þessi svik eru að verða fagmannlegri og aðgengilegri með aukinni tækni og þjónustuframboði á þessu sviði. Greinin segir einnig að þeir þrír hópar atvinnulífsins sem eru líklegastir til að lenda í stafrænum svikum af þessu tagi eru í fyrsta lagi stafrænar myntir, í öðru lagi hvers konar lánastarfsemi og í þriðja lagi hefðbundin bankastarfsemi.

Innan Entrust er reynt að einblína á hugmyndafræðina „Zero trust“, eða „Ekkert Traust“, þar sem þeir ráðleggja sínum viðskiptavinum að treysta aldrei neinu og staðfesta allt, eða „Never Trust, Always Verify“. Með kaupum Entrust á félaginu Onfido hefur félagið bætt við lausnum sem nota gervigreind til að auðkenna fólk með því að reyna að greina það sem er meira vélrænt en mannlegt og þar af leiðandi meiri líkur á fölsun. Entrust mælir ennfremur með að félög noti margvíslegar leiðir til að minnka líkur á að verða fórnarlömb fölsunar og árása eins og að skoða vel viðskiptavini sína og upplýsingar um þá, að nota frekar SDK (software developer kit), eða forritunarbúnað til að innleiða viðskiptavini frekar en API (application programming interface), fylgjast með svikum á öllum sviðum og tímalínu viðskipta, notast við „Ekkert Traust“ hugmyndafræði í rekstri og nota gervigreind til að verjast gervigreind.

Vatnsheldar og rykþéttar stafrænar klukkur

Stafrænu Bodet-Time  STYLE inniklukkurnar með 7 og 10 cm stöfunum er unnt að fá bæði vatnsheldar (IP65 staðall) og rykþéttar hentugar fyrir iðnaðar- og grænmetisframleiðendur, einnig við aðrar aðstæður þar sem mengun er af raka eða ryki. Þurfa ekki allir að fylgjast með tímanum?

Entrust berst gegn djúpfölsunum, gagnaveiðum og yfirtöku á fyrirtækjagögnum með auðkenni gervigreindarkúnna – byggðum á öryggislausnum.

Grein eftir Ken Kadet, varaforseti samskipta hjá Entrust.

Með kaupum Entrust fyrirtækisins á hugbúnaðarfyrirtækinu Onfido sem býr til gervigreindarknúnar auðkenningarlausnir, hefur það fyrrnefnda útvíkkað auðkenningarþjónustu svið sitt og geta viðskiptavinir nú beitt næsta stigs auðkenningu áður en aðgengi er veitt að leyfðum aðgerðum eða mikilvægum viðskiptabeiðnum með fjármuni. Með þessu bætist nýtt lag af öryggi til að berjast gegn svikum og upplýsingaveiðum, (phisihing) og tryggir þannig betur viðkvæmar uppýsingar.

Alla grein Ken Kadet má lesa hér; https://www.entrust.com/company/newsroom/entrust-fights-deepfakes-phishing-and-account-takeover-attacks-with-ai-powered-identity-centric-security-solution

Tilkynning um nýja verðskrá fyrir útseldri vinnu o.fl.

Undanfarin ár höfum við 1. september uppfært verðskrá fyrir útseldri vinnu og þjónustu og tekið þá tillit til verðlagshækkana á vinnumarkaði í byrjun ársins. Jafnframt höfum við tekið mið af verðskrá þeirra verktaka sem annast þjónustu fyrir okkur til að hafa samræmi í töxtum til að einfalda þeirra vinnu. Verðskrá þessi gildir í eitt ár að öllu óbreyttu.

MATT PLÖSTUNARVASAR

Rýmingarsala stendur nú yfir á plöstunarefni úr möttu plasti í A4 stærð, aðallega í þykktum 80 og 125 míkron, 100 stk. í pakkningu. Í boði er 50% afsláttur frá gildandi listaverði. Matt plöstunarefni er ávallt dýrara en glært plöstunarefni en auk útlitsins hefur matt plöstunarefni þann eiginleika að skrifa má á það athugasemdir eða annað með túss- eða kúlupenna.

„Post – quantum is a global challenge requiring a global approach“ skrifar Samantha Mabey hjá ENTRUST

Á bloggi bandaríska fyrirtækisins Entrust, sem OBA er umboðsaðili fyrir hérlendis og hefur verið í áratugi, er grein sem heitir; „Post – quantum is a global challenge requiring a global approach“, eftir Samönthu Mabey, framkvæmdastjóra markaðssetningar stafrænna öryggislausna hjá Entrust,. Þessi grein fjallar um þróun í tölvuárásum með tilkomu ofurtölva, eða svokallaðra Post – quantum tölva, sem hafa töluvert meira vinnsluminni en hefðbundnar tölvur og hafa þar af leiðandi í för með sér meiri öryggisógn. Mabey segir að þessi þróun sé nú þegar að eiga sér stað en að sumar stofnanir á borð við National Security Agency, NSA, séu þegar byrjaðar að bregðast við með útgáfu leiðbeininga og dulkóða sem kallast CNSA 2.0.

Í greininni kemur ennfremur fram að stofnanir í Evrópu hafi líka hafið undirbúning til að bregðast við þessari þróun og árið 2023 gaf UK National Cyber Security Centre, NCSC, út leiðbeiningar varðandi næstu skref vegna tilkomu ofurtölva sem ráðlagði stýrikerfum að nota aðeins NIST staðla við framkvæmd, en þeir staðlar eru til leiðbeiningar hvernig best sé að útfæra stafrænt. Á sama hátt hafa bæði Frakkar og Þjóðverjar einnig gefið út leiðbeiningar að þessu tilefni. Á þessu ári gaf Evrópuráðið, EC, út ráðleggingar til að samhæfa aðlögun að öfurtölvum fyrir ríki bandalagsins.

Þó að viðbúið sé að þjóðir muni beita að einhverju leyti mismunandi aðferðum til að bregðast við þessum breytingum hefur sameiginleg aðferðafræði eða leiðbeiningar komið fram. Í fyrsta lagi að byrja undirbúning núna í stað þess að bíða. Í öðru lagi að byrja að taka saman dulkóðunar upplýsingar innan tiltekins tíma. Í þriðja lagi að þróa viðbúnaðar upplýsinga leiðbeiningar með því að setja saman viðbragðsteymi. Í fjórða lagi að taka birgðastöðu dulkóðunar sem eru fyrirliggjandi til að meta veikleika þeirra með notkun réttrar tækni, sýnileika og dulkóðunarfimi sem felur í sér áhættu greiningu, öryggis stjórnun, þjálfun, aðfangakeðju hugbúnaðar o.fl. Í fimmta og síðasta lagi að heyra í viðkomandi birgjum til að tryggja að þeir séu einnig með áætlanir varðandi viðbrögð við þessari þróun og helst tímalínu í því sambandi.

Að síðustu nefnir Mabey að ógn öfurtölva við stafrænt öryggi sé yfirvofandi og alþjóðlegt viðfangsefni sem þurfi að undirbúa viðbrögð við til að koma í veg fyrir óþarfa áhættu eða ógn.

Greinina má lesa hér;

https://www.entrust.com/blog/2024/07/post-quantum-is-a-global-challenge-requiring-a-global-approach/?utm_source=linkedin&utm_medium=social-post&utm_content=JulyBlog&utm_campaign=Jul24-DS-Q2CSI-PQStandardsJuly-LIM-25&edc_sfid=701Vn00000747jmIAA