KELIO TÍMASKRÁNINGARHUGBÚNAÐUR FRÁ BODET SOFTWARE

Með KELIO hugbúnaðinum geta fyrirtæki eða stofnanir með fleiri en eina starfsstöð haft yfirsýn yfir mætingu og vinnutíma starfsfólks allra starfsstöðva frá einni miðlægri stjórnstöð en skráningar starfsfólks geta verið með mismunandi hætti, með fingrafara og/eða nándarkortaútstöðvum, gegnum farsíma eða með innslætti í tölvu.

Með Kelio hugbúnaðinum, sem ýmist er í áskrift eða seldur eftir við fjölda starfsmanna er yfirsýn yfir allar upplýsingar um starfsfólk fyrirtækisins, inn- og útstimplanir, starfsáætlanir, veikinda- eða frídaga, þ.m.t. “rauðu” dagana, unnar yfirvinnu- eða helgidagastundir, fjarvistir að hluta úr degi eða allan daginn. Einnig annast kerfið launaútreikning skv. töxtum hverrar starfsstéttar.

Unnt er að fá margvíslegar viðbótareiningar við kerfið, svo sem fyrir aðgangsstýringu, stjórnun verkþátta o.fl.

Kynnið ykkur málið hjá okkur eða skoðið Kelio lausnina með því að fara inn á eftirfarandi hlekk: Time and Attendance Management – Kelio range (bodet-software.com)

OBA á UT messunni!

Þökkum fyrir góðar móttökur á UT messunni síðustu helgi!

Félagið ákvað að taka þátt í tilefni af 100 ára afmæli þess í þessum mánuði og var margt áhugavert að sjá á sýningunni. Þrátt fyrir skamman fyrirvara vorum við ánægð með þátttöku og höfðum gaman af.

Fyrirtækið 100 ára

Fyrirtækið fagnar 100 ára afmæli sínu um þessar mundir, en hinn 5. febrúar 1919 fékk stofnandi þess, Ottó B. Arnar, loftskeytafræðingur útgefið  af  Lögreglustjóranum í Reykjavík svonefnt „borgarabréf“ en það var ígildi verslunarleyfis á þessum tíma og hófst þá formlegur rekstur fyrirtækisins sem einkafyrirtæki Ottós, sem seldi þá m.a. ritvélar, talsímatæki  o.fl.

Aðalstarfsemi þess núna er innflutningur og sala á skrifstofutækjum og  rekstrarbúnaði af margvíslegum toga fyrir fyrirtæki, opinberar stofnanir, banka, skóla, prentiðnað o.fl. Það hefur á þessum hundrað árum  unnið með fjöldamörg erlend fyrirtæki, ekki aðeins á skrifstofutækjasviði, heldur einnig á fjarskiptatækni-, siglingatækja-, umferðarljósa– og rafeindasviði.

Fyrirtækið hefur verið í eigu afkomenda Ottós allar götur síðan og reka nú sonur og sonarsonur hans það og hafa gert um langa hríð.

Fyrirtækið er með aðsetur að Skipholti 17 í Reykjavík.

Af þessu tilefni munu eigendur og starfsmenn félagsins taka á móti velunnurum þess og viðskiptavinum í húsnæði þess þriðjudaginn 5. febr. nk. milli kl. 16 og 19.