GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDI ÁR

ÓSKUM ÖLLUM VIÐSKIPTAVINUM OKKAR OG ÖÐRUM VELUNNURUM GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLS KOMANDI ÁRS UM LEIÐ OG VIÐ ÞÖKKUM FYRIR VIÐSKIPTIN OG ÖNNUR SAMSKIPTI Á LIÐNU ÁRI.

Ath að eins og undanfarin ár er lokað hjá okkur á Þorláksmessu, 23. desember, en við komum galvaskir til vinnu 27. desember kl. 10 árdegis og hlökkum til að sjá ykkur eða fá ykkur í heimsókn þá og næstu daga og vikur eftir það.

Ný sending af kortaíhlutum

Ný sending var að berast af ýmsum tegundum af kortaíhlutum, svo sem kortaslíðrum, jójó snúruhjólum, hálsböndum o.fl. Allt á sama verði og undanfarin ár. Gerið verðsamanburð hjá öðrum söluaðilum og sjáið að verð okkar eru með þeim allra hagstæðustu á markaðnum.

NÝJUNG FRÁ BODET TIME

Um nokkurt skeið hafa nokkrar stafrænar klukkur frá franska fyrirtækinu Bodet Time verið fáanlegar með “WiFi” virkni, en nú eru einnig flestar hliðrænar (analog) klukkur í boði með sams konar virkni. Í eðli sínu merkir þetta að ekki þarf lengur stjórnklukku til að senda klukkunum samhæfingarmerki, heldur sækir hver klukka réttan tíma í  beininn (router) eða í netkerfið þegar það á við. Hver klukka fær frá beininum sína IP tölu sem unnt er að eyrnamerkja henni. Þetta er að sjálfsögðu háð því að beinirinn eða netkerfið sé ávallt með réttan tíma. Ef ekki þá væri unnt að tengja tímaþjón við netkerfið en slíkur þjónn (Netsilon) er fáanlegur frá Bodet Time fyrirtækinu.

Pappírstætarar aftur komnir í sölu

Vorum að fá tvær gerðir af Intimus pappírstæturum á lager, báðar gerðir 21CP4 og 29 CP4 minni háttar tætarar fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki, jafnvel fyrir einstaklingsnotkun. Nánar má lesa um þá í vörulista okkar, þar sem verð þeirra er einnig sýnilegt.

TILBOÐ Á ATR480 STIMPILKLUKKUM

Notkun á stimpilklukkum fyrir pappakort fer ört minnkandi, en samt eru til fyrirtæki sem kjósa þennan valkost til að halda utan um starfsmannatímana, sum jafnvel aðeins til veita starfsfólki sínu aðhald. Við höfum undanfarin ár boðið upp á þennan valkost jafnhliða rafrænum lausnum sem við bjóðum og æ fleiri nýta sér. Við höfum því ákveðið að bjóða fyrirliggjandi pappakortastimpilklukkur ótímabundið með 15% afslætti, þ.e. sú klukka sem nefnist ATR 480 frá Acroprint fyrirtækinu í BNA.

Hækkun á útseldri þjónustu

Vegna launahækkana sl. vetur er orðið nauðsynlegt að hækka aðeins taxtana fyrir útselda vinnu og þjónustu. Hækkunin er almennt um 3%. Tekur gildi 1. september 2021 og gildir væntanlega í eitt ár.

Frá og með 1. september lengist opnunartími okkar aftur um eina klukkustund, þ.e. opið er að jafnaði frá kl. 9.00 árdegis til kl. 17 síðdegis alla daga nema föstudaga. Þá lokum við kl. 16.

Video kynning á ENTRUST fyrirtækinu

Sýnum þetta myndband til kynningar á ENTRUST fyrirtækinu, en það hét áður Datacard, fyrirtæki sem við höfum haft umboð fyrir í u.m.b. 35 ár. Entrust er með höfuðstöðvar í Minnesota í Bandaríkjunum og skráð þar, en aðaleigendi þess er Quandt fjölskyldan í Þýskalandi, en fjölskylda þessi á m.a. BMW bifreiðaverksmiðjurnar.

Entrust sérhæfir sig í útgáfu alls kyns öryggisvottana og skírteina, svo sem fyrir SSL, PKI og annarra stafrænna lausna fyrir miðlun upplýsinga milli einstaklinga og fyrirtækja, stofnanna og banka o.fl. Einnig framleiða þeir vélbúnað fyrir útgáfu skilríkja og fjármálakorta (Visa og MC), svo og prentara fyrir félagakort, vinnustaðaskilríki o.fl.

Breyttur opnunartími sumarið 2021

Stytting vinnuvikunnar mun leiða af sér  breyttan opnunartíma núna í sumar og hefst hann því  dagana 1. júní til 30. ágúst nk. þar sem opið verður frá kl. 9.00 til kl. 16:00 alla virka daga nema laugardaga þegar lokað er svo og sunnudaga eins og hefur verið mörg undanfarin ár. Í neyðartilvikum má hringja í farsímum 8964599 (Birgir) eða 8974696 (Snorri). Óskum viðskiptavinum og öllum öðrum farsældar og öruggra ferða út um sveitir landsins.

KELIO TÍMASKRÁNINGARHUGBÚNAÐUR FRÁ BODET SOFTWARE

Með KELIO hugbúnaðinum geta fyrirtæki eða stofnanir með fleiri en eina starfsstöð haft yfirsýn yfir mætingu og vinnutíma starfsfólks allra starfsstöðva frá einni miðlægri stjórnstöð en skráningar starfsfólks geta verið með mismunandi hætti, með fingrafara og/eða nándarkortaútstöðvum, gegnum farsíma eða með innslætti í tölvu.

Með Kelio hugbúnaðinum, sem ýmist er í áskrift eða seldur eftir við fjölda starfsmanna er yfirsýn yfir allar upplýsingar um starfsfólk fyrirtækisins, inn- og útstimplanir, starfsáætlanir, veikinda- eða frídaga, þ.m.t. “rauðu” dagana, unnar yfirvinnu- eða helgidagastundir, fjarvistir að hluta úr degi eða allan daginn. Einnig annast kerfið launaútreikning skv. töxtum hverrar starfsstéttar.

Unnt er að fá margvíslegar viðbótareiningar við kerfið, svo sem fyrir aðgangsstýringu, stjórnun verkþátta o.fl.

Kynnið ykkur málið hjá okkur eða skoðið Kelio lausnina með því að fara inn á eftirfarandi hlekk: Time and Attendance Management – Kelio range (bodet-software.com)