Entrust Datacard breytir nafni fyrirtækisins

Í gær, 14. september 2020, opinberaði Entrust Datacard fyrirtækið að það hefði breytt nafni sínu í ENTRUST og myndi það spanna alla þætti fyrirtækisins þar sem nöfn eins og Datacard myndi áfram gilda um ákveðna framleiðslu þess, svo sem plastkortaútgáfuvélar fyrir bankakort o.fl. Þeir sem vilja fá ítarlegri kynningu á ENTRUST geta haft samband við okkur og fengið sent kynningarefni.

Verðhækkun á útseldri vinnu

Samkvæmt lífskjarasamningum í fyrra hækkuðu laun almennt fyrr á þessu ári, en þessi hækkun hefur ekki endurspeglast í hækkunum á þjónustugjöldum okkar hingað til, en hjá því var ekki komist og hefur nýr verðlisti tekið við þeim gamla og gildir um alla taxta á viðgerðar- og samningsþjónustu, svo og vegna aðstoðar við hugbúnað o.fl. Gildir hann frá og með 1. september 2020.

Sumaropnunartíma lokið

Hásumartíminn er búinn og við höfum aftur opið til kl. 17 virka daga. Verið ávallt velkomin til okkar að skoða þessar frábæru vörur sem við bjóðum, bæði fyrirliggjandi og sérpantaðar. Á heimasíðunni hér má skoða vöruúrvalið.

Ný sending af stimpilklukkum eða tímaskráningarbúnaði frá Bodet Software

Vorum að fá sendingu af stimpilklukkum eða öllu heldur tímaskráningarbúnaði frá franska fyrirtækinu BODET SOFTWARE, en vegna Covid-19 faraldsins var verksmiðjunni lokað meðan faraldurinn stóð sem hæst í Frakklandi, en var opnuð aftur í júní sl. Verðið er hið sama og var fyrir hækkun gengis erlendrar myntar. Athugið bein sala, engin mánaðarleg áskriftargjöld.

Entrust rafræn skilríki

Samstarfsaðili okkar til 35 ára, Entrust Datacard Corp. sem reyndar hét í byrjun samstarfsins Datacard Corp, en breytti nafninu í Entrust Datacard þegar það keypti kanadíska Entrust fyrirtækið fyrir 6 árum síðan, en það sérhæfir sig í alls kyns öryggisvottunum og stafrænum skilríkjum fyrir lokaðar vefsíður eða lén, en einnig stafrænum skilríkjum fyrir stafrænar undirskriftir, kóðaða lykla á internetinu, öryggi í tölvupóstum og farsímum. Einnig bjóða þeir PKI lausnir og fleira mætti telja.
Ein nýjungin felst í lyklalausu og snertilausu aðgengi að vinnutölvu innan veggja fyrirtækja eða félaga með rafrænu aðgengi gegnum farsíma notanda ýmist gegnum lífsýni, andlitsskönnun eða PIN og þegar það er fengið virkjast „Bluetooth“ tenging við tölvu notanda, þannig að hverfi hann um stundarsakir frá tölvu sinni lokast sjálfkrafa aðgengi annarra að verkþáttum, sem unnið er við og opnast ekki fyrr en starfsmaður kemur til baka. Að sjálfsögðu háð skilyrðum um tölvunotkun settar af yfirstjórn félags.
Því ekki slá á á þráðinn eða senda okkur skilaboð gegnum messenger, eða þá senda okkur tölvupóst, oba@oba.is.

OPNUNARTÍMAR Í SUMAR

Eins og mörg undanfarin ár styttum við vinnuvikuna hjá starfsfólki með því minnka opnunartímann, þannig að frá og með 15. júni fram til og með 15. ágúst lokum við kl. 16.00 síðdegis. Áfram verður opnað kl. 9.00 árdegis. Ef ill nauðsyn ber til má hringja í farsíma starfsmanna, en þeir eru aðgengilegir hér á heimasíðunni.

SD160 Datacard plastkortaprentarar á tilboðsverði

Eigum örfáa SD160 Datacard plastkortaprentara á tilboðsverði. Sjá nánar í vörulista hér á síðunni (kortalausnir). Auk þessa tilboðsverð erum við einnig með sérstakan tilboðspakka, sem felur í sér auk prentarans, litaborði, YMCKT, sem dugar fyrir 250 prentanir, 250 stk. hvít plastkort og frítt niðurhal á „TruCredential“ hugbúnaði, „Express“ útgáfunni. Athugið takmarkaður fjöldi prentara í boði.

KYNNING Á NÝRRI STIMPILKLUKKU ATR480

Við höfum hafið sölu á nýrri stimpilklukku frá Acroprint fyrirtækinu, en hún nefnist ATR480.
Þessi klukka hefur samlagningareiginleika, þ.e. telur saman unnar stundir, hvort sem er í dagvinnu eða yfirvinnu. Einnig getur hún dregið frá kaffitíma o.þ.h. frá heildartímanum. Prentborðinn prentar bæði í svörtu og rauðum lit, t.a.m. stimplanir fyrir eða eftir mætingu, svo og yfirvinnustundir.
Einning er unnt að nota hana án samlagningar sem aðeins inn- eða útstimplun, og er þá möguleiki að stimpla sig inn og út þrisvar á dag.
Stimpilkortið er sett ofan í hana og skynjar hún hvaða dagur er og hvar á kortið á að stimpla fyrir þann daginn.
En hvers vegna stimpilklukka fyrir pappaspjöld? Jú, enn eru mörg fyrirtæki sem vilja ekki nota rafrænar stimpilklukkur, sérstaklega þau sem eru með fáa starfsmenn en þurfa samt að fylgjast með mætingu og brottför starfsfólks á réttum tíma.
Ítarlegri upplýsingar má finna hér á heimasíðunni eða hafa samband við okkur. Sýningareintak í aðsetri okkar að Skipholti 17, Reykjavík

Breyting á opnunartíma v/Covit-19 faraldurs

Ákveðið hefur verið að loka kl. 16 síðdegis, tímabundið, vegna Covit-19 faraldsins. Til greina koma frekari breytingar á opnunartíma ef starfsmenn veikjast eða verða settir í sóttkví. Við bendum á farsíma starfsmanna hér á heimasíðunni, ef þörf er á að ná sambandi við þá meðan lokað er.