NÝJUNG FRÁ BODET TIME

Um nokkurt skeið hafa nokkrar stafrænar klukkur frá franska fyrirtækinu Bodet Time verið fáanlegar með “WiFi” virkni, en nú eru einnig flestar hliðrænar (analog) klukkur í boði með sams konar virkni. Í eðli sínu merkir þetta að ekki þarf lengur stjórnklukku til að senda klukkunum samhæfingarmerki, heldur sækir hver klukka réttan tíma í  beininn (router) eða í netkerfið þegar það á við. Hver klukka fær frá beininum sína IP tölu sem unnt er að eyrnamerkja henni. Þetta er að sjálfsögðu háð því að beinirinn eða netkerfið sé ávallt með réttan tíma. Ef ekki þá væri unnt að tengja tímaþjón við netkerfið en slíkur þjónn (Netsilon) er fáanlegur frá Bodet Time fyrirtækinu.

Pappírstætarar aftur komnir í sölu

Vorum að fá tvær gerðir af Intimus pappírstæturum á lager, báðar gerðir 21CP4 og 29 CP4 minni háttar tætarar fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki, jafnvel fyrir einstaklingsnotkun. Nánar má lesa um þá í vörulista okkar, þar sem verð þeirra er einnig sýnilegt.

Hækkun á útseldri þjónustu

Vegna launahækkana sl. vetur er orðið nauðsynlegt að hækka aðeins taxtana fyrir útselda vinnu og þjónustu. Hækkunin er almennt um 3%. Tekur gildi 1. september 2021 og gildir væntanlega í eitt ár.

Frá og með 1. september lengist opnunartími okkar aftur um eina klukkustund, þ.e. opið er að jafnaði frá kl. 9.00 árdegis til kl. 17 síðdegis alla daga nema föstudaga. Þá lokum við kl. 16.

Video kynning á ENTRUST fyrirtækinu

Sýnum þetta myndband til kynningar á ENTRUST fyrirtækinu, en það hét áður Datacard, fyrirtæki sem við höfum haft umboð fyrir í u.m.b. 35 ár. Entrust er með höfuðstöðvar í Minnesota í Bandaríkjunum og skráð þar, en aðaleigendi þess er Quandt fjölskyldan í Þýskalandi, en fjölskylda þessi á m.a. BMW bifreiðaverksmiðjurnar.

Entrust sérhæfir sig í útgáfu alls kyns öryggisvottana og skírteina, svo sem fyrir SSL, PKI og annarra stafrænna lausna fyrir miðlun upplýsinga milli einstaklinga og fyrirtækja, stofnanna og banka o.fl. Einnig framleiða þeir vélbúnað fyrir útgáfu skilríkja og fjármálakorta (Visa og MC), svo og prentara fyrir félagakort, vinnustaðaskilríki o.fl.

KELIO TÍMASKRÁNINGARHUGBÚNAÐUR FRÁ BODET SOFTWARE

Með KELIO hugbúnaðinum geta fyrirtæki eða stofnanir með fleiri en eina starfsstöð haft yfirsýn yfir mætingu og vinnutíma starfsfólks allra starfsstöðva frá einni miðlægri stjórnstöð en skráningar starfsfólks geta verið með mismunandi hætti, með fingrafara og/eða nándarkortaútstöðvum, gegnum farsíma eða með innslætti í tölvu.

Með Kelio hugbúnaðinum, sem ýmist er í áskrift eða seldur eftir við fjölda starfsmanna er yfirsýn yfir allar upplýsingar um starfsfólk fyrirtækisins, inn- og útstimplanir, starfsáætlanir, veikinda- eða frídaga, þ.m.t. “rauðu” dagana, unnar yfirvinnu- eða helgidagastundir, fjarvistir að hluta úr degi eða allan daginn. Einnig annast kerfið launaútreikning skv. töxtum hverrar starfsstéttar.

Unnt er að fá margvíslegar viðbótareiningar við kerfið, svo sem fyrir aðgangsstýringu, stjórnun verkþátta o.fl.

Kynnið ykkur málið hjá okkur eða skoðið Kelio lausnina með því að fara inn á eftirfarandi hlekk: Time and Attendance Management – Kelio range (bodet-software.com)

NÝ LÍNA PLASTKORTAPRENTARA

Nú stendur yfir kynning hjá okkur á nýrri línu plastkortaprentara frá Entrust fyrirtækinu, sem áður hét Entrust Datacard, en við höfum í marga áratugi selt hérlendis litla kortaprentara fyrir starfsmannaskírteini, félagakort o.fl.
Í nýju línunni eru fjölmargar útfærslur prentara með breytilegum eiginileikum og að sjálfsögðu val um prentara með segulrandar- og/eða örgjörvakóðun, fyrir snertilausa örgjörva eða með snertum, eins og bankakortin.
Sameiginlegt með öllum prenturunum er að þeir eru allir búnir TLS/SSL vottunum og stjórna má þeim á hefðbundinn hátt eða með snjallsímasmáforriti. Myndgæði eru allt að 300 x 1200 dpi og valkostir um glansprentun á einstaka fleti eða útfjólubláa prentun (ósýnileg berum augum).
Sýningarprentari á staðnum, svo og fullkominn hugbúnaður fyrir kortahönnun og miðlun samskipta við prentarann.
Verið velkomin að sjá og sannfærast!

Nú árið (2020) er liðið í aldanna skaut…….

Sl. ár einkenndist að mestu leyti af COVID-19 faraldrinum og hafði það mikil áhrif á efnahag landsins og viðskiptalíf, sérstaklega á þau fyrirtæki, sem þurftu að segja upp fjölda fólks og draga saman seglin að öðru leyti. Þetta varðaði samt ekki öll fyrirtæki t.a.m.ekki þau sem seldu almenna neytendavöru eða varning til einstaklingsframkvæmda.
Þrátt fyrir þessa almennu efnahagsörðugleika hafa á árinu verið nokkrar mikilvægar og stórar sölur og ber þar fyrst að nefna að Reiknistofa bankanna endurnýjaði kortaútgáfuvél sína á árinu með nýrri vél frá Entrust Datacard, fyrirtækið breytti reyndar nafninu um mitt árið í Entrust. Þetta er þriðja vélin sem RB kaupir á 27 ára tímabili, þannig að tvær fyrstu dugðu í um 13 ár hvor. Nýja vélin er aðeins afkastaminni en hinar tvær voru en nú er gildistími bankakortanna lengri en þau voru fyrir 15 árum síðan, þannig að þörfin á afkastagetu er ekki jafn mikil núna og hún var þá, auk þess sem vélin er búin nýjungum til bóta fyrir endingu kortanna. Jafnhliða var farið í uppstokkun á kortahugbúnaði og hann uppfærður til að standast nýjustu kvaðir um öryggi og getu. Myndin með þessari frétt er sambærileg við nýju vél RB.
Einnig einbeittum við okkur áfram að sölu á öðrum vélbúnaði, svo sem plastkortaprenturum, rafrænum vottunum og rafrænum stimpilklukkum, bjölluhringar- og veggklukkukerfum o.fl.
Í lok ársins var gerður samningur við þekkt fyrirtæki sem hafði notað rafrænt stimpilklukkukerfi frá okkur um sölu á enn fullkomnari búnað, sá fyrsti sem selst hér á landi sinnar tegundar og sem hentar öllum fyrirtækjum, jafnt stórum sem smáum, með einni eða fleiri útvinnustöðvum með tengingu við miðlæga tölvumiðstöð.

Vírgormar vegna innbindingar prentaðs efnis

Höfum loksins fengið vírgormasendingu, en vegna Covid-19 faraldsins hefur framleiðsla þeirra á Ítalíu legið niðri síðan sl. vor en er nú hefur verksmiðjan opnað aftur og þar af leiðandi erum við núna með nægar birgðir fyrir næstu mánuði.

Entrust Datacard breytir nafni fyrirtækisins

Í gær, 14. september 2020, opinberaði Entrust Datacard fyrirtækið að það hefði breytt nafni sínu í ENTRUST og myndi það spanna alla þætti fyrirtækisins þar sem nöfn eins og Datacard myndi áfram gilda um ákveðna framleiðslu þess, svo sem plastkortaútgáfuvélar fyrir bankakort o.fl. Þeir sem vilja fá ítarlegri kynningu á ENTRUST geta haft samband við okkur og fengið sent kynningarefni.