Entrust rafræn skilríki

Samstarfsaðili okkar til 35 ára, Entrust Datacard Corp. sem reyndar hét í byrjun samstarfsins Datacard Corp, en breytti nafninu í Entrust Datacard þegar það keypti kanadíska Entrust fyrirtækið fyrir 6 árum síðan, en það sérhæfir sig í alls kyns öryggisvottunum og stafrænum skilríkjum fyrir lokaðar vefsíður eða lén, en einnig stafrænum skilríkjum fyrir stafrænar undirskriftir, kóðaða lykla á internetinu, öryggi í tölvupóstum og farsímum. Einnig bjóða þeir PKI lausnir og fleira mætti telja.
Ein nýjungin felst í lyklalausu og snertilausu aðgengi að vinnutölvu innan veggja fyrirtækja eða félaga með rafrænu aðgengi gegnum farsíma notanda ýmist gegnum lífsýni, andlitsskönnun eða PIN og þegar það er fengið virkjast „Bluetooth“ tenging við tölvu notanda, þannig að hverfi hann um stundarsakir frá tölvu sinni lokast sjálfkrafa aðgengi annarra að verkþáttum, sem unnið er við og opnast ekki fyrr en starfsmaður kemur til baka. Að sjálfsögðu háð skilyrðum um tölvunotkun settar af yfirstjórn félags.
Því ekki slá á á þráðinn eða senda okkur skilaboð gegnum messenger, eða þá senda okkur tölvupóst, oba@oba.is.

KYNNING Á NÝRRI STIMPILKLUKKU ATR480

Við höfum hafið sölu á nýrri stimpilklukku frá Acroprint fyrirtækinu, en hún nefnist ATR480.
Þessi klukka hefur samlagningareiginleika, þ.e. telur saman unnar stundir, hvort sem er í dagvinnu eða yfirvinnu. Einnig getur hún dregið frá kaffitíma o.þ.h. frá heildartímanum. Prentborðinn prentar bæði í svörtu og rauðum lit, t.a.m. stimplanir fyrir eða eftir mætingu, svo og yfirvinnustundir.
Einning er unnt að nota hana án samlagningar sem aðeins inn- eða útstimplun, og er þá möguleiki að stimpla sig inn og út þrisvar á dag.
Stimpilkortið er sett ofan í hana og skynjar hún hvaða dagur er og hvar á kortið á að stimpla fyrir þann daginn.
En hvers vegna stimpilklukka fyrir pappaspjöld? Jú, enn eru mörg fyrirtæki sem vilja ekki nota rafrænar stimpilklukkur, sérstaklega þau sem eru með fáa starfsmenn en þurfa samt að fylgjast með mætingu og brottför starfsfólks á réttum tíma.
Ítarlegri upplýsingar má finna hér á heimasíðunni eða hafa samband við okkur. Sýningareintak í aðsetri okkar að Skipholti 17, Reykjavík

UMHVERFISVÆN PLASTKORT

Félagið Incodia International í Bretlandi framleiðir m.a. prentuð plastkort af öllum gerðum, með eða án segulranda og örgjörva. Það hefur í allmörg ár framleitt kort fyrir nokkra viðskiptavini okkar og má þar nefna m.a. Evrópska sjúkratryggingakortið, F.Í.B. félagakortið o.fl en síðast var framleitt kort fyrir Slysavarnaskóla sjómanna, og var það afgreitt til skólans í nýliðnum mánuði.
Umhverfismál eru ofarlega á baugi hjá fyrirtækinu og nýlega hefur það kynnt nýja afurð sem þau kalla „Earth Cards“ eða sem þýða má sem jarðarkort. Þau skiptast í tvo meginþætti, annars vegar kort úr þykku kartoni allt að einum millimetra á þykkt, mött eða glansandi og hins vegar endurunnin og uppleysanleg plastkort.
Þau fyrrnefndu kallast á þeirra máli „Premium Coated Board“ og „Premium Uncoated Board“ en einnig „Good Coated Board“ og má nota þau fyrir fundi og ráðstefnur sem barmmerki með nöfnum gesta, en hin síðarnefndu „Degradable PVC“ sem munu eyðast með tímanum, svo og „Recycled PETG“ en PET G eru PVC plastkort án klórefna en síðan endurunnin allt að 60% en það gerir þau umhverfisvænni en hefðbundin plastkort úr PVC efni. Það má prenta nöfn á þessi kort, með bleksprautuprenturum eða með hitaprentun (Thermal print).
Fylgst verður með þróun þessarra kortagerða, því að þetta eru aðeins fyrstu tegundirnar. Enn sem komið er eru þau aðeins dýrari en venjuleg kort en það kann að breytast ef eftirspurn eykst eftir slíkum kortum.
Að lokum má nefna að til eru aðrar gerðir af umhverfisvænum kortum, svo sem PC, ABS, PET, en við flest þeirra verður að notast við dýra tækni til að setja nöfn eða myndir korthafa á kortin, helst með geislatækjum eða flóknari og almennt dýrari kortaprenturum.

Umhverfisvæn reiknivél frá Olivetti

Höfum aftur hafið sölu á vistvænni reiknivél frá Olivetti fyrirtækinu, en hún er gerð úr endurunnu plasti og jafnframt endurvinnanleg, svo er hún orkusparandi, slekkur á sér ef ekki notuð í þrjár mínútur en fer aftur í sömu stöðu við það að snerta hnapp á lyklaborðinu. Lyklaborðið er sótthreinsandi, þ.e. hindrar dreifingu bakteríu og gerla. Nánari lýsing í vöruskrá.

Ný vörulína af pappírstæturum hjá Intimus

Intimus fyrirtækið, til margra ára framleiðandi pappírstætara, sem notið hafa mikilla vinsælda og eru í notkun hjá mörgum fyrirtækjum og stofnunum hérlendis, eru komnir með nýja vörulínu pappírstætara fyrir lítil fyrirtæki eða til einkanota við vinnuborð stjórnenda stærri fyrirtækja. Í ráði er að þessir tætarar verði komnir í sölu hjá okkur síðla sumars, en sjá má nánari upplýsingar um þá hér á síðunni undir liðnum pappírsvinnslulausnir.

Saga OBA – 100 ára afmæli

Vakin skal athygli á því að endurbætur hafa nú verið gerðar á Sögu OBA sem var gefin út í tilefni af 100 ára afmæli félagsins og jafnframt hafa verið gerðar lagfæringar á ritvillum og framsetningu, en söguna má finna undir hlekknum: Um OBA hérna á heimasíðunni.

OBA á UT messunni!

Þökkum fyrir góðar móttökur á UT messunni síðustu helgi!

Félagið ákvað að taka þátt í tilefni af 100 ára afmæli þess í þessum mánuði og var margt áhugavert að sjá á sýningunni. Þrátt fyrir skamman fyrirvara vorum við ánægð með þátttöku og höfðum gaman af.

Fyrirtækið 100 ára

Fyrirtækið fagnar 100 ára afmæli sínu um þessar mundir, en hinn 5. febrúar 1919 fékk stofnandi þess, Ottó B. Arnar, loftskeytafræðingur útgefið  af  Lögreglustjóranum í Reykjavík svonefnt „borgarabréf“ en það var ígildi verslunarleyfis á þessum tíma og hófst þá formlegur rekstur fyrirtækisins sem einkafyrirtæki Ottós, sem seldi þá m.a. ritvélar, talsímatæki  o.fl.

Aðalstarfsemi þess núna er innflutningur og sala á skrifstofutækjum og  rekstrarbúnaði af margvíslegum toga fyrir fyrirtæki, opinberar stofnanir, banka, skóla, prentiðnað o.fl. Það hefur á þessum hundrað árum  unnið með fjöldamörg erlend fyrirtæki, ekki aðeins á skrifstofutækjasviði, heldur einnig á fjarskiptatækni-, siglingatækja-, umferðarljósa– og rafeindasviði.

Fyrirtækið hefur verið í eigu afkomenda Ottós allar götur síðan og reka nú sonur og sonarsonur hans það og hafa gert um langa hríð.

Fyrirtækið er með aðsetur að Skipholti 17 í Reykjavík.

Af þessu tilefni munu eigendur og starfsmenn félagsins taka á móti velunnurum þess og viðskiptavinum í húsnæði þess þriðjudaginn 5. febr. nk. milli kl. 16 og 19.