Video kynning á ENTRUST fyrirtækinu

Sýnum þetta myndband til kynningar á ENTRUST fyrirtækinu, en það hét áður Datacard, fyrirtæki sem við höfum haft umboð fyrir í u.m.b. 35 ár. Entrust er með höfuðstöðvar í Minnesota í Bandaríkjunum og skráð þar, en aðaleigendi þess er Quandt fjölskyldan í Þýskalandi, en fjölskylda þessi á m.a. BMW bifreiðaverksmiðjurnar.

Entrust sérhæfir sig í útgáfu alls kyns öryggisvottana og skírteina, svo sem fyrir SSL, PKI og annarra stafrænna lausna fyrir miðlun upplýsinga milli einstaklinga og fyrirtækja, stofnanna og banka o.fl. Einnig framleiða þeir vélbúnað fyrir útgáfu skilríkja og fjármálakorta (Visa og MC), svo og prentara fyrir félagakort, vinnustaðaskilríki o.fl.

VIÐ FLYTJUM

Fyrirtækið er lokað í dag og á morgun vegna flutninga. Opnum aftur mánudaginn 6.mars á neðri hæð á Laugarásvegi 2, 104 Reykjavík. Biðjumst velvirðingar á óþægindum, sem það kann að valda viðskiptavinum okkar. Ef nauðsyn krefur má hafa samband í farsímum 8974694 (Snorri) eða 8964599 (Birgir).

Rýmingarsala á innbindiefni, gormum o.fl.

Vegna verulegrar minni eftirspurnar eftir innbindiefni, svo sem innbindigormum og ýmsu öðru því tengdu höfum við ákveðið að draga þessa línu út úr vöruframboði okkar og efnum þar af leiðandi til rýmingarsölu á fyrirliggjandi vírgormum, plastkjölum, spíralgormum og plastklemmum, ásamt harðkápum. Í boði er 50% afsláttur frá gildandi verði.

GLEÐILEGA HÁTÍÐ LJÓSS OG FRIÐAR

Óskum öllum viðskiptavinum okkar og öðrum velunnurum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs, um leið og við þökkum viðskiptin á árinu sem er brátt að líða undir lok. Vonum að hátíðin verði ykkur ánægjuleg með fjölskyldum ykkar og vinum og hlökkum til áframhaldandi samstarfs.

Við viljum vekja athygli á að lokað er hjá okkur á Þorláksmessu 23. desember og einnig á aðfangadag jóla. Opið verður milli jóla og nýárs.

Nú er það svart en örvæntið ekki!

Í tilefni af svonefndum svörtum föstudegi og til að vera með í leiknum bjóðum við 50% afslátt þennan dag og næstu daga af ýmsum plastvörum til indbindingar skjala, svo og af lituðum harðkápum. Hugsanlega er einnig unnt að veita smáafslátt af einhverju öðru sem er á boðstólum hjá okkur.

Vistvæn kortaslíður

Birgir okkar í kortaslíðrum, hálsböndum, snúruhjólum o.fl., Sogedex Accessories í Frakklandi, hefur að á undanförnum mánuðum verið að framleiða vistvæn kortaslíður „Biodegradable“ en einnig slíður, sem hrinda frá sér örverur „antimicrobial“. Auk þess er í boði slíður með vörn fyrir gagnakort. Þessi vistvænu slíður eru ekki enn á lager hjá okkur, en sýnishorn eru fyrir hendi ef áhugi er að skoða þau og jafnvel láta okkur panta slík slíður.

Verðhækkun á útseldri þjónustu

Eins og mörg undanfarin ár voru taxtar fyrir útselda þjónustu hækkaðir um 5% 1. september sl. Þrátt fyrir að laun hafi hækkað síðustu áramót hefur verið miðað við þessa dagsetningu. Vonað er að næstu kjarasamningar verði það hóflegir að ekki þurfi að breyta þessari hefð.

Vetraropnunartími

Enda þótt veturinn er ekki enn genginn í garð og haustið skollið á með umbreytileika veðurfarsins þá breyttist opnunartími okkar 1. sept. sl. og nú er opið frá kl. 9.00 til kl. 17.00 nema á föstudögum, lokum þá kl  16.00.

Umhverfisvænar umbúðir utan um prentborða

Að undanförnu hefur ENTRUST fyrirtækið verið að breyta umbúðum utan um prentborðana fyrir plastkortaprentara í umhverfisvænar umbúðir, sbr. meðf. mynd. Þetta er jákvætt, en neikvæðu fréttirnar eru að vegna hækkunar á hráefni sem notað er í framleiðslu á þessum prentborðum hefur fyrirtækið neyðst til að hækka verðið á þeim. Þetta hefur verið gert í smáskömmtum en engu að síður eru hækkanir nánast í hverri sendingu sem við fáum. Að auk hefur bandaríkjadollar hækkað að undanförnu, svo að þessi hækkun hefur einnig áhrif á verðið. Okkur þykir þetta miður og vonum að þessar hækkanir verði  ekki viðvarandi öllu lengur. Það má og geta þess að það eru fyrst og fremst prentborðar í gömlu SP og SD prentaralínuna sem hækka mest, en rekstrarvörur í SIGMA prentarana eru frekar hófstilltir í verðhækkunum enn sem komið er.

STAFRÆNAR BODET ÚTIKLUKKUR Á AKUREYRI

Nýlega voru settar upp tvær samtengdar stafrænar útiklukkur frá Bodet-Time á Glerártorgi á Akureyri, en auk tímans sýna þær einnig hitastig. Klukkurnar eru með 25 cm rauðum stöfum og til að viðhalda ávallt réttum tíma taka þær við GPS merkjum frá gervitunglum. Sams konar klukka er í Sundlaug Akureyrar, en á fæðingardeild  Sjúkrahúss Akureyrar eru tvær stafrænar inniklukkur með WiFi tengingu, sem sýna nákvæmlega réttan tíma þegar fæðing á sér stað.