Á bloggi bandaríska fyrirtækisins Entrust, sem OBA er umboðsaðili fyrir hérlendis og hefur verið í áratugi, er grein sem heitir; „Post – quantum is a global challenge requiring a global approach“, eftir Samönthu Mabey, framkvæmdastjóra markaðssetningar stafrænna öryggislausna hjá Entrust,. Þessi grein fjallar um þróun í tölvuárásum með tilkomu ofurtölva, eða svokallaðra Post – quantum tölva, sem hafa töluvert meira vinnsluminni en hefðbundnar tölvur og hafa þar af leiðandi í för með sér meiri öryggisógn. Mabey segir að þessi þróun sé nú þegar að eiga sér stað en að sumar stofnanir á borð við National Security Agency, NSA, séu þegar byrjaðar að bregðast við með útgáfu leiðbeininga og dulkóða sem kallast CNSA 2.0.
Í greininni kemur ennfremur fram að stofnanir í Evrópu hafi líka hafið undirbúning til að bregðast við þessari þróun og árið 2023 gaf UK National Cyber Security Centre, NCSC, út leiðbeiningar varðandi næstu skref vegna tilkomu ofurtölva sem ráðlagði stýrikerfum að nota aðeins NIST staðla við framkvæmd, en þeir staðlar eru til leiðbeiningar hvernig best sé að útfæra stafrænt. Á sama hátt hafa bæði Frakkar og Þjóðverjar einnig gefið út leiðbeiningar að þessu tilefni. Á þessu ári gaf Evrópuráðið, EC, út ráðleggingar til að samhæfa aðlögun að öfurtölvum fyrir ríki bandalagsins.
Þó að viðbúið sé að þjóðir muni beita að einhverju leyti mismunandi aðferðum til að bregðast við þessum breytingum hefur sameiginleg aðferðafræði eða leiðbeiningar komið fram. Í fyrsta lagi að byrja undirbúning núna í stað þess að bíða. Í öðru lagi að byrja að taka saman dulkóðunar upplýsingar innan tiltekins tíma. Í þriðja lagi að þróa viðbúnaðar upplýsinga leiðbeiningar með því að setja saman viðbragðsteymi. Í fjórða lagi að taka birgðastöðu dulkóðunar sem eru fyrirliggjandi til að meta veikleika þeirra með notkun réttrar tækni, sýnileika og dulkóðunarfimi sem felur í sér áhættu greiningu, öryggis stjórnun, þjálfun, aðfangakeðju hugbúnaðar o.fl. Í fimmta og síðasta lagi að heyra í viðkomandi birgjum til að tryggja að þeir séu einnig með áætlanir varðandi viðbrögð við þessari þróun og helst tímalínu í því sambandi.
Að síðustu nefnir Mabey að ógn öfurtölva við stafrænt öryggi sé yfirvofandi og alþjóðlegt viðfangsefni sem þurfi að undirbúa viðbrögð við til að koma í veg fyrir óþarfa áhættu eða ógn.
Greinina má lesa hér;
https://www.entrust.com/blog/2024/07/post-quantum-is-a-global-challenge-requiring-a-global-approach/?utm_source=linkedin&utm_medium=social-post&utm_content=JulyBlog&utm_campaign=Jul24-DS-Q2CSI-PQStandardsJuly-LIM-25&edc_sfid=701Vn00000747jmIAA