Video kynning á ENTRUST fyrirtækinu

Sýnum þetta myndband til kynningar á ENTRUST fyrirtækinu, en það hét áður Datacard, fyrirtæki sem við höfum haft umboð fyrir í u.m.b. 35 ár. Entrust er með höfuðstöðvar í Minnesota í Bandaríkjunum og skráð þar, en aðaleigendi þess er Quandt fjölskyldan í Þýskalandi, en fjölskylda þessi á m.a. BMW bifreiðaverksmiðjurnar.

Entrust sérhæfir sig í útgáfu alls kyns öryggisvottana og skírteina, svo sem fyrir SSL, PKI og annarra stafrænna lausna fyrir miðlun upplýsinga milli einstaklinga og fyrirtækja, stofnanna og banka o.fl. Einnig framleiða þeir vélbúnað fyrir útgáfu skilríkja og fjármálakorta (Visa og MC), svo og prentara fyrir félagakort, vinnustaðaskilríki o.fl.

Gleðilega páska

Sendum viðskiptavinum okkar og öðrum velunnurum okkar bestu óskir um gleðilega páskahátíð.

Í dag, miðvikudag 27. mars verður lokað eftir hádegi vegna viðhaldsframkvæmda á aðsetri okkar.

Ný klukka fyrir aðgerðarherbergi á spítölum eða læknastofum

Franska fyrirtækið BodetTime kynnir nýja klukku fyrir aðgerðarstofur á sjúkrahúsum. PROFIL 730 OP nefnist hún og er gerð til að fella inn í stjórnborðsvegg með öðrum stjórntækjum eða í annað tvöfalt veggrými. Umgjörðin er ferköntuð 40 x 40 cm, með slípaðri stálumgjörð, hertu gleri og er vatnsheld, þar af leiðandi auðveld að þrífa. Fáanleg með klst/mín. vísum en einnig til með sekúnduvísi. Nokkrir tengimöguleikar við stjórnklukku, m.a. við tölvunet. Lesfjarlægð er 20 m svo að auðvelt á að vera að lesa nákvæmlega tímasetningu í aðgerð, en ef þarf að mæla nákvæmlega lengd aðgerðar er unnt að koma fyrir stafrænni klukku með stjórnbúnaði til að mæla tímann sbr. myndin hér fyrir neðan.Hafið samband til að fá nánari upplýsingar.

Öryggi í plastkortaprenturum

Það vita ekki allir að í SIGMA plastkortaprenturum sem við höfum undanfarið selt til stofnana og fyrirtækja eru innbyggðar öryggisgirðingar sem koma í veg fyrir að óprúttnir tölvuhakkarar geti nálgast upplýsingar um nöfn þeirra og aðrar upplýsingar þeirra sem verið er að prenta kort fyrir. Þetta á við um Sigma gerðir DS1, DS2 og DS3, svo og um Artista CR805 .

105 ára afmæli félagsins

Félagið kennt við Otto B. Arnar fagnar 105 ár frá stofnun þess 5. febrúar 1919 og miðað daginn við  þegar verslunarleyfi var gefið út til stofnandans eins og sjá má á myndinni, sem fylgir þessari frétt. Félagið fagnar þessum tímamótum með hófstillingu og býður að þessu sinni ekki til samkomu- né veisluhalda.

NÝTT ÁR HAFIÐ

Um leið og við óskum viðskiptavinum okkar og öðrum velunnurum fyrirtækisins farsæls og hamingjuríks árs 2024, sem reyndar er hlaupár að þessu sinni,  þökkum við fyrir viðskiptin á liðnu ári, svo og fyrir önnur samskipti, sérstaklega viljum við þakka fyrir auðsýnt umburðarlyndi á meðam  flutningur okkar í annað húsnæði stóð yfir og löngu eftir það.

Sérfræðingar frá Entrust Corp. í heimsókn

Í september sl komu í heimsókn sérfræðingar frá fyrirtækinu Entrust til að kynna lausnir þess  í stafrænum greiðslulausnum sem og öryggislausnum en fyrirtækið býður upp á ýmsar lausnir á þessu sviði. Þar má m.a. telja greiðslur með farsíma (Digital card solution), stafræn auðkenning (Identity verification og Digital onboarding), stafrænar öryggisvottanir og PKI (Digital certificates og Publik key infrastructure) o.fl. Heimsóttu þeir nokkur fyrirtæki og stofnanir hérlendis og voru ánægðir með viðtökurnar hér þegar þeir  fóru af landi brott.

Verðhækkun á útseldri vinnu

Við síðustu kjarasamninga hækkuðu laun almennt um 6,75 af hundraði. Útseldri vinnu sem gilti frá 1. september 2022 var haldið óbreyttri þrátt fyrir þessa hækkun launa uns núna þegar taka þarf tillit til þessara launahækkana auk hækkaðs almenns rekstrarkostnaðar, vaxta o.fl. Nýr verðlisti gildir frá og með 1. september 2023. Unnt er að fá upplýsingar um einstaka liði með því að hafa samband við félagið. Akstur á höfuðborgarsvæðinu kostar núna kr. 4.000 m/vsk.

Sem seljendum plastkortaprentara frá bandaríska fyrirtækinu ENTRUST viljum við vekja athygli ykkar á nokkrrum staðreyndum um eiginleika þessarra prentara sem eru tvær megintegundir, SIGMA og ARTISTA CR805, báðar fáanlegar í nokkrum afbrigðum en vissir þú, að: a) báðar gerðirnar eru með innri vörn gegn tölvuárásum (TPM) b) báðar eru með USB og nettengingu, en WiFi tenging er einnig í boði c) en að auki er unnt að skoða stöðu Sigma prentaranna gegnum smáforrit (app) í farsíma d) prentupplausn Artista CR805 prentara er 600 pt. en Sigma 300 pt. reyndar stækkanlegt í 300 x 600 og 300 x 1200 pt. e) báða prentarana er unnt að fá fyrir einhliða eða tvíhliða prentun, með skrifara fyrir segulrönd og/eða skrifara fyrir örgjörvakort, með snertum eða snertilausum f) Sigma prentar að brún kortsins (edge to edge) en Artista CR805 er með blæðandi prentun, þ.e. prentar út fyrir brúnir. Sitt hvor tæknin er notuð til að prenta l lit. g) unnt er að fá plöstunareiningu með báðum tegundum en með henni er unnt að styrkja endingu kortsins með þunnri plasthúð eða jafnvel með öryggisfilmu en einnig með hringlaga þrykkistimpli með höfundarréttarvarið merki þrykkt í plasthúðun kortsins en það tryggir öryggi þess gegn fölsurum h) einnig er unnt að fá báða prentarana með þrykkistimpilbúnað, sem stimplar merki, höfundarréttarvarið á kortið gegnum sérstaka glansfilmu, sbr. sýnishorn af slíku korti hér undir i) nokkrar opinberar stofnanir hérlendis eru þegar komnar með prentara sem hafa slíkar þrykkistimplanir með skjaldarmerki Íslands sem þrykkt er í heitu plasthúðina, þegar kortið kemur út úr tækinu

VERÐLÆKKUN á DS1 plastkortaprenturum

Með nýjum samningi við Entrust fyrirtækið, sem við höfum starfað fyrir í 35 ár getum við lækkað verðið á DS1 plastkortaprenturunum um hér um bil kr. 30 þús. Gildandi verð eftir lækkun er nú kr. 239.750 m/vsk. Eigum nokkra svona prentara fyrirliggjandi til afgreiðslu nú þegar.

Nýjung frá Bodet-Time – hliðræn veggklukka knúin af birtunni einni

Franska fyrirtækið Bodet Time, sem við höfum starfað með í nokkur ár, var að kynna nýjung í hliðrænum veggklukkum, sem knúnar eru með  bæði birtu og sólarorku. Fyrst um sinn verða framleiddar tvær gerðir, báðar með 30 cm skífum, önnur með hvítri skífu en svört í miðjunni en hin alsvört. Tegundarheiti þeirra er PROFIL 930L Hvíta klukkan er alfarið framleidd úr vistvænum og endurunnum efnum og sú svarta að mestum hluta. Það þarf lágmarksbirta 100 lúx til að knýja þær og til að ganga samfellt allan sólarhringinn þurfa þær að vera í 150 lúx birtu í 10 klst. Innra verk þeirra viðheldur nánast réttum tíma, en þær eru einnig með viðtöku fyrir þráðlaus samhæfingarmerki frá stjórnklukku og séu margar slíkar klukkur í sama húsi getu þær með þessu móti allar sýnt nákvæmlega sama tíma. Engir kaplar, engar snúrur, engar rafhlöður, unnt að setja upp hvar sem er innanhúss.