Innhringi- og klukkulausnir

Samhæft klukkukerfi er fólgið í lausn þar sem klukkur af margvíslegri og mismunandi gerð, ýmist veggklukkur eða klukkur í loft- eða veggfestingum, hliðrænar eða stafrænar, inni- eða útiklukkur, sýna allar ávallt sama tímann hverju sinni. Þetta geta verið klukkur í skólum, sjúkrahúsum, verksmiðjum, íþróttahúsum eða eiginlega hvar sem er.


Samhæfingunni er stýrt gegnum stjórnstöð sem gæti fengið tímaleiðréttingar með GPS loftneti og síðan sent samhæfingarboð í hverja klukku, ýmist með beintengingu, tölvuneti eða þráðlaust. Sömu stjórnstöðvar gætu jafnframt séu þær þannig útbúnar einnig stýrt bjölluhringingar- og/eða tilkynningarkerfi þar sem í boði eru margvísleg afbrigði að slíkum búnaði.

Einnig eru í boði tímaþjónar, ýmist fyrir GPS eða GNSS móttöku, en þeir tryggja enn frekari öryggi „on-premises“ tölvukerfa og koma í staðinn fyrir hinn almenna internettíma sem í mörgum tilvikum getur opnað fyrir vafasömum inngripum hakkara, svo sem „NTP Amplification Attacks“. Allar þessar framangreindu lausnir eru fáanlegar frá franska fyrirtækinu, Bodet Time & Sport , sem er eitt fyrirtækja í Bodet samstæðunni, annað fyrirtæki í samstæðunni er KELIO þaðan sem við seljum stimpilklukkulausnir, nefndar á öðrum stað hér á heimasíðunni.