Kortaprentarar

Í kortalausnum okkar felast m.a. plastkortaprentarar frá Entrust Corp. bæði undir merkjum Datacard sem við höfum við flutt inn til margra ára, en þeir bera af hvað varðar gæði og rekstaröryggi og nú á árinu 2021 undir merkinu SIGMA, sem er ný framleiðslulína með mörgum afbrigðum af kortaprenturum, sem standast kröfur um nýjustu samskiptatækni og öryggi í vinnslu persónulegra upplýsingar með dulkóðunarvottunum, og má m.a. stjórna aðgerðum með snjallsímum. Með hugbúnaðinum Entrust Adaptive Issuance Instant ID sem er nýtt heiti á TruCredential hugbúnaðinum, sem margir eru með í notkun núna og er unnin gegnum tölvu með aðgangi gegnum „ský“ er síðan leikur einn að hanna og prenta plastkort og með SIGMA kortaprenturunum eru öll samskipti til prentarans dulkóðuð. 

Kortaprentararar þessir prenta í ljósmyndagæðum á þar til gerð plastkort, en kortin eru fáanleg í mörgum litum. Varan er mjög vinsæl í gerð t.d. starfsmannakorta. Rekstarvaran eru prentborðar, en þeir eru fáanlegir í mörgum litum og útfærslum.

sd260

Aukahlutir korta

Einnig innihalda kortalausnir okkar mikið úrval af kortaslíðrum, klemmum, hálsböndum og hjólum og öðru sem viðkemur kortalausnum. Þessir aukahlutir eru bæði seldir í 100 stykkja pakkningum eða í stykkjatali, lágmarkspöntun í stykkjatali af sama hlutnum er 10 stk. en séu pantaðir fleiri en einn hlutur er lágmarkspöntun 5 stk.