ÖRYGGI STARFSMANNA- OG AÐGANGSSKILRÍKJA

Sem seljendum plastkortaprentara frá bandaríska fyrirtækinu ENTRUST viljum við vekja athygli á nokkrrum staðreyndum um eiginleika þessarra prentara sem eru tvær megintegundir, SIGMA og ARTISTA CR805, báðar fáanlegar í nokkrum afbrigðum en vissuð þið, að:

  1. báðar gerðirnar eru með innri vörn gegn tölvuárásum (TPM)
  2. báðar eru með USB og nettengingu, en WiFi tenging er einnig í boði
  3. en að auki er unnt að skoða stöðu Sigma prentaranna gegnum smáforrit (app) í farsímaß
  4. prentupplausn Artista CR805 prentara er 600 pt. en Sigma 300 pt. reyndar stækkanlegt í 300 x 600 og 300 x 1200 pt.
  5. báða prentarana er unnt að fá fyrir einhliða eða tvíhliða prentun, með skrifara fyrir segulrönd og/eða skrifara fyrir örgjörvakort, með snertum eða snertilausum
  6. Sigma prentar að brún kortsins (edge to edge) en Artista CR805 er með blæðandi prentun, þ.e. prentar út fyrir brúnir. Sitt hvor tæknin er notuð til að prenta l lit.
  7. unnt er að fá plöstunareiningu með báðum tegundum en með henni er unnt að styrkja endingu kortsins með þunnri plasthúð eða jafnvel með öryggisfilmu en einnig með hringlaga þrykkistimpli með höfundarréttarvarið merki þrykkt í plasthúðun kortsins en það tryggir öryggi þess gegn fölsurum
  8. einnig er unnt að fá báða prentarana með þrykkistimpilbúnað, sem stimplar merki, höfundarréttarvarið á kortið gegnum sérstaka glansfilmu, sbr. sýnishorn af slíku korti hér undir
  9. nokkrar opinberar stofnanir hérlendis eru þegar komnar með prentara sem hafa slíkar þrykkistimplanir með skjaldarmerki Íslands sem þrykkt er í heitu plasthúðina, þegar kortið kemur út úr tækinu