Pappír hefur um aldaraðir verið m.a. notaður af fyrirtækjum og stofnunum til að miðla alls kyns efni og upplýsingum í rituðu máli, og enda þótt notkun pappírs hefur dregist saman undanfarin ár er enn þörf á að miðla prentuðu máli á pappír. Á sama hátt og fyrirtækið býður lausnir til að koma þessu prentuðu máli á pappír, þá býður það margs konar lausnir til að vinna þetta prentaða mál í hendur þeirra sem þurfa að fá það til sín.
Meðal þeirra lausna verða aðallega nefndar innbindivélar, pappírsbrotvélar, umslagapökkunarvélar, en einnig heyra undir þessum lið pappírsskurðarvélar, plöstunarvélar, umslagaopnarar o.fl., en einnig og ekki síst vélar til að farga prentað mál, sérstaklega það sem inniheldur trúnaðarupplýsingar, hvort sem eru handhægir pappírstætarar eða stórvirkir tætarar sem þjappa pappírsúrganginn og jafnvel bagga hann.