Starfsemi OBA

Otto B. Arnar ehf er fyrirtæki í innflutningi með  beinni eða óbeinni  sölu á ýmis konar skrifstofutækjum og sérhæfðum vélbúnaði fyrir fyrirtæki, stofnanir, banka, skóla og alls kyns aðra starfsemi.

Meðal sérhæfðs búnaðar sem fyrirtækið selur og hefur selt hér eru m.a. mjög fullkomnar kortaútgáfuvélar, sem eru notaðar til að gefa út langflest greiðslukort hér á landi, en einnig minni háttar plastkortaprentara fyrir félög og fyrirtæki til að gefa út eigin starfsmanna- og félagakort, þ.m.t vinnustaðaskírteini, en einnig fyrir alls konar viðskiptahlunnindi, merkingar á búnaði eða varningi. Í þessu sambandi hefur fyrirtækið einnig haft milligöngu um sölu á forprentuðum plastkortum, bæði greiðslukortum en einnig trygginga-, félaga- og viðskiptakortum og hefur áratuga reynslu á þessu sviði.

Fyrirtækið hefur einnig í marga áratugi haslað sér völl á sviði véla til að annast frágang og dreifingu á póstlögðu efni og má þar nefna pappírsbrotvélar, umslagaísetningarvélar, frímerkingarvélr hér áður fyrr, sem reyndar er ekki lengur heimilt að nota hér á landi,(líklegast eina landið í heiminum, þar sem þær leyfast ekki), dagstimplunarvélar og póstflokkunarvélar, jafnvel einnig vélar til að opna umslög með vélrænum hætti.

Fyrir prentun og aðra minni háttar útgáfustarfsemi býður fyrirtækið öfluga prentara, bæði fyrir venjulegan skrifstofupappír en einnig fyrir þykkan pappír og forstansaðan, eins og t.a.m. plöntumiða o.þ.h.  Einnig eru seld svönefnd fjölnotatæki, sem eru í senn prentari, ljósritari, skanni og í sumum tilvikum með símsendi (fax). Mörg fyrirtæki og prentsmiðjur notast við gormainnbindivélar, sem fyrirtækið selur, bæði fyrir vírgorma, spíralgorma eða plastkili. Einnig má nefna plöstunarvélar til að plasta skjöl eða skírteini, sem þurfa að endast varanlega eða þola mikla handaumfjöllun. Slíkar vélar hefur fyrirtækið selt í marga áratugi, jafnvel einnig iðnaðarvélar, sem notast við plöstunarefni  í metravís á keflum.

Allar götur síðan á á áttunda tug síðustu aldar hefyr fyrirtækið selt stimpilklukkur, þá fyrst og jafnvel enn klukkur sem notast við pappakort til að stimpla unna tíma starfsmanns á þau, en algengara nú eru stimpilklukkur með eða án  hugbúnaðar, þar sem starfsfólk stimplar sig inn eða úr vinnu með númeri, nándarkorti eða fingrafari. Nýlega bættist enn ein vörulínan við sölustarfsemi fyrirtækisins, en það eru veggklukkur og hringingarbjöllur  stjórnað af búnaði sem bæði tímastýrir hringingunum og samhæfir einnig klukkurnar svo að allar sýni nákvæmlega sama tíma, en þetta er að einhverju leyti unnið með GPS tækninni frá gervitunglum.

Tölvuöryggismál eru ofarlega á baugi og hafa verið vaxandi í umræðu dagsins, en fyrirtækið býður alls kyns öryggisvottanir  frá leiðandi þekktu fyrirtæki á heimsvísu, en það býður upp á alls konar lausnir í þessu sambandi, svo sem SSL vottanir o.fl. Fyrirtækið reynir að fylgja hinni hröðu þróun sem á sér stað í tölvuhugbúnaði og lausnum þeim tengdum, en heldur jafnframt áfram að bjóða sömu sígildar  lausnir sem verið hafa undanfarin ár og meðan þörf er á þeim.

Auk vélbúnaðar selur fyrirtækið margs konar rekstrarvöru tengd þessum búnaði, svo sem prentborða, prentduft, innbindigorma og annað efni til útgáfu innbundinna skjala að ónefndum öðrum rekstrarvörum og varahlutum

Fyrirtækið er með þjónustudeild sem sinnir viðhaldi og viðgerðum á öllum búnaði, sem það selur og hefur á verklegum fagmönnum að skipa til að sinna þessari þjónustu.

Fyrirtækið ber nafn stofnanda þess, sem var Ottó Björnsson Arnar, loftskeytafræðingur sem hóf rekstur þess opinberlega með verslunarleyfi, sem var gefið út 5. febrúar 1919. Það er því orðið 100 ára gamalt og hefur ávallt verið rekið af afkomendum hans eftir að hann lést 1972, nú sem einkahlutafélag í eigu þeirra.

Hér má lesa nánar um 100 ára sögu félagsins.

Stjórn fyrirtækisins:
Snorri B. Arnar, stjórnarformaður
María S. Arnar, meðstjórnandi
Birgir Arnar, meðstjórnandi
Otto B. Arnar, meðstjórnandi