Almennir viðskiptaskilmálar

Reikningar

Reikningar gilda sem ábyrgðarskírteini fyrir upprunalegan kaupanda og þarf að framvísa þeim, samriti eða ljósriti af frumritinu, ef óskað er eftir þjónustu sem fellur undir ábyrgð skv. kaupalögum.

Lögð er áhersla á mikilvægi þess að kynna sér sem best notkun búnaðarins í handbókum framleiðenda eða fara að þeim fyrirmælum, sem starfsmenn fyrirtækisins gefa um notkun búnaðarins. Séu einhver atriði óljós eftir yfirlestur handbóka framleiðanda skal beina fyrirspurnum til Otto B. Arnar ehf., hér eftir nefnt

OBA í síma 588-4699 eða með því að senda tölvupóst á netfangið oba@oba.is. Góð meðferð mun tryggja lengri endingu og áreiðanlegri virkni.


 

Ábyrgðir

Ábyrgð á keyptum vél- eða hugbúnaði gildir í tvö ár frá útgáfudegi reiknings þessa sé viðskiptavinur einstaklingur, og í samræmi við lög um neytendakaup nr. 48/2003 en í eitt ár sé viðskiptavinur fyrirtæki eða stofnun. Ábyrgðin miðast við að búnaðurinn berist á verkstæði OBA til viðgerðar. Gegn sérstöku gjaldi getur OBA sótt búnaðinn innan höfðuborgarsvæðis. Sé það nauðsynlegt eða þess óskað að viðgerð fari fram á notkunarstað búnaðar, er OBA heimilt að taka sérstakt gjald fyrir ferðatíma, ferðakostnað og uppihald, skv. gildandi töxtum OBA. Ábyrgð á rekstrarvörum gildir í 3 mánuði. Til rekstrarvara teljast m.a. rafhlöður, perur, spennugjafar, blek/prenthylki eða hlutir, sem ganga úr sér við álagsnotkun búnaðar, svo sem gúmmí og reimar.

Stefnt er að því að búnaður er berst á verkstæði OBA sé viðgerður svo fljótt sem auðið er. Ef panta þarf varahlut eða hluti frá framleiðanda skal seljandi hlutast til um að slík afgreiðsla fái flýtimeðferð, en ber að öðru leyti ekki ábyrgð á tjóni, sem slík töf kann að valda kaupanda.

OBA UNDANSKILUR SIG ALLLRI ÁBYRGÐ AF AFLEIDDU TJÓNI SEM KANN AÐ LEIÐA AF BILUN BÚNAÐAR FRÁ SÉR

Ábyrgðin nær til framleiðslu- og efnisgalla sem fram kunna að koma á vörunni á ábyrgðartímanum og mun OBA taka á sig kostnað við að lagfæra eða skipta um hluti í tækjum sem falla undir ábyrgðarskilmálana.

Ábyrgðin nær ekki til enduruppsetningar á hugbúnaði, uppfærslu á honum né vinnu við gagnaflutning. Eigi bilun, skemmdir og eftir atvikum eyðilegging á vöru rætur að rekja til rangrar og/eða slæmrar meðferðar kaupanda, eða aðila, sem hann ber ábyrgð á, ber kaupandi sjálfur ábyrgð á viðgerðarkostnaði. Hreinsanir, stillingar, breytingar og þess háttar aðgerðir á vörunni falla ekki undir ábyrgð seljanda.

Ábyrgð gildir ekki um notuð tæki og ef um eðlilegt slit er að ræða.

 

Ábyrgð fellur niður ef:

  • Leiðbeiningum framleiðanda búnaðar og OBA um notkun, álag, íhluti eða viðhald hefur ekki verið fylgt.
  • Bilun kemur fram sem rekja megi til illrar eða rangrar meðferðar.
  • Búnaðurinn hefur orðið fyrir ófullnægjandi viðhaldi, misnotkun, álagi eða stillingum.
  • Búnaðurinn hefur verið tengdur við ranga rafspennu.
  • Bilun kemur fram sem rekja megi til óhæfra umhverfisþátta s.s. ryks, hita eða rakastigs.
  • Búnaðurinn hefur verið opnaður eða átt við búnaðinn og honum breytt á einn eða annan hátt.
  • Aðrir en starfsmenn OBA hafa gert tilraun til viðgerðar eða breytinga án skriflegs samþykkis OBA.
  • Búnaðurinn hefur verið sendur í ófullnægjandi pakkningum með flutningsmiðlara til OBA svo að ætla má að hann hafi hugsanlega skemmst í flutningi.

 

Söluskilmálar

Hið selda er eign OBA þar til það er að fullu greitt. Samþykktir víxlar, skuldabréf, raðgreiðslusamningar kortafyrirtækja eða greiðsla með ávísunum afnemur ekki eignaréttinn, fyrr en að fullu greitt.

Seljandi á söluveð í öllum hinum seldum munum til tryggingar samanlögðu kaupverði á framhlið þessa reiknings, vöxtum og kostnaði, skv. 35. gr. 1 laga nr. 75/1997 um samningsveð. Standi kaupandi ekki í skilum með framangreint kaupverð, er seljanda heimilt, hvort heldur hann vill, að láta selja hið veðsetta á nauðungarsölu til fullnustu kröfu sinnar eða rifta söluveðsetningunni og krefjast hins veðsetta.

Kaupanda er óheimilt að selja hið veðsetta, breyta því eða skeyta við aðra hluti þannig að hætta sé á að söluverð rýrni eða glatist.

Sé reikningur ekki greiddur á eindaga er heimilt að reikna dráttarvextir frá útgáfudegi.

Vörur sem sendar eru með 3ja aðila teljast afhentar þegar þær eru afhentar flutningsaðila eða umboðsmanni kaupanda og eru þá á ábyrgð hans. Það er á ábyrgð kaupanda að tryggja vörur sendar eru með 3ja aðila eða afhentar umboðsmanni hans.


 

Vöruskil

Vöru fæst aðeins skilað, sé hún:

  1. sannanlega gölluð,
  2. upprunalegar umbúðir óskemmdar hafi þær fylgt með,
  3. allar handbækur, fylgihlutir og fylgigögn í upprunalegu ástandi,
  4. í upprunalegu ásigkomulagi án sjáanlegra skemmda,
  5. innan 30 dagar liðnir frá sölu hennar.

Skilyrt er að frumriti reiknings sé skilað með vörunni. Sérpantaðri vöru fæst ekki skilað.