Stimpilklukkur

Tímaskráningakerfi þau er við bjóðum eru frá franska fyrirtækinu KELIO en það er gamalt og rótgróið fyrirtæki, að stofni til meira en aldargamalt, en hefur haslað sér völl á nokkrum sviðum, m.a. í viðhaldi á kirkjuklukkum og búnaði til þess að stjórna þeim, aðgangsstýrikerfi og tímaskráningarlausnir.

Frá KELIO koma m.a. eftirfarandi tímaskráningarlausnir:

TIMEBOX TÍMASKRÁNING

  • Timebox X1 Proximity fyrir nándarkort eða nándarlykla. Gagnaflutningur eingöngu með USB lykli.
  • Timebox X4 Proximity fyrir nándarkort eða nándarlykla. Gagnaflutningur gegnum nettengingu eða með USB lykli.
  • Timebox X4 Proximity Wi-Fi fyrir nándarkort eða nándarlykla. Gagnaflutningur gegnum nettengingu eða með USB lykli.
  • Timebox X4 Biometry fyrir fingrafaraskráningu og með nándarkortalesara. Einnig þær eru nettengjanlegar eða nota USB lykil fyrir gagnaflutning.
  • Timebox Biometry Wi-Fi fyrir fingrafaraskráningu og með nándarkortalesara. Nettengjanlegar með Wi-Fi, snúru eða með USB lykli fyrir gagnaflutning.

KELIO TÍMASKRÁNINGARHUGBÚNAÐUR

Með KELIO hugbúnaðinum geta fyrirtæki eða stofnanir með fleiri en eina starfsstöð haft yfirsýn yfir mætingu og vinnutíma starfsfólks allra starfsstöðva frá einni miðlægri stjórnstöð en skráningar starfsfólks geta verið með mismunandi hætti, með fingrafara og/eða nándarkortaútstöðvum, gegnum farsíma eða með innslætti í tölvu.

Með Kelio hugbúnaðinum, sem ýmist er í áskrift eða seldur eftir við fjölda starfsmanna er yfirsýn yfir allar upplýsingar um starfsfólk fyrirtækisins, inn- og útstimplanir, starfsáætlanir, veikinda- eða frídaga, þ.m.t. “rauðu” dagana, unnar yfirvinnu- eða helgidagastundir, fjarvistir að hluta úr degi eða allan daginn. Einnig annast kerfið launaútreikning skv. töxtum hverrar starfsstéttar.

Unnt er að fá margvíslegar viðbótareiningar við kerfið, svo sem fyrir aðgangsstýringu, stjórnun verkþátta o.fl.

Kynnið ykkur málið hjá okkur eða skoðið Kelio lausnina með því að fara inn á eftirfarandi hlekk: Time and Attendance Management – Kelio range (bodet-software.com)