Stimpilklukkur

Tímaskráningakerfi þau er við bjóðum eru annars vegar frá franska fyrirtækinu Bodet Software en það er einnig gamalt og rótgróið fyrirtæki, sem hefur haslað sér völl á nokkrum sviðum, m.a. við viðhaldi á kirkjuklukkum og búnaði til þess að stjórna þeim og hins vegar frá bandaríska fyrirtækinu Acroprint en það er þekkt fyrirtæki á sínu sviði með 50 ára reynslu en færðist nýlega undir eignarhald fyrirtækisins: Workwell Technologies Company.

Frá Bodet Software koma m.a. eftirfarandi:

  • Timebox X1 Proximity fyrir nándarkort eða nándarlykla. Gagnaflutningur eingöngu með USB lykli.
  • Timebox X4 Proximity fyrir nándarkort eða nándarlykla. Gagnaflutningur gegnum nettengingu eða með USB lykli.
  • Timebox X4 Proximity Wi-Fi fyrir nándarkort eða nándarlykla. Gagnaflutningur gegnum nettengingu eða með USB lykli.
  • Timebox X4 Biometry fyrir fingrafaraskráningu og með nándarkortalesara. Einnig þær eru nettengjanlegar eða nota USB lykil fyrir gagnaflutning.
  • Timebox Biometry Wi-Fi fyrir fingrafaraskráningu og með nándarkortalesara. Nettengjanlegar með Wi-Fi, snúru eða með USB lykli fyrir gagnaflutning.

Kelio ONE: hugbúnaðarsamningur á skýi með Kelio Visio X4 útstöðvum

Kelio PRO: hugbúnaðarsamningur á skýi með Kelio Visio X4 eða X7 útstöðvum. Upplýsingar um framleiðslu má sækja á vefsíðu Bodet Software.

Frá Acroprint koma m.a. eftirfarandi:

  • Biotouch skráningarstöðin er fyrir bæði nándarkort, fingrafar eða innsláttarnúmer. Allar skráningar eru í Excel formi og fluttar frá skráningarstöðinni í tölvu með USB lykli.
  • Einnig bjóðum við upp nýja gerð af klukku fyrir pappakort ATR480 en með henni er unnt að leggja saman tímana en nánari lýsingu er að finna undir vöruleit.