Tæknisvið

Otto B. Arnar ehf. hefur á að skipa góðri þjónustudeild sem sinnir viðgerðum og viðhaldi á öllum þeim búnaði sem fyrirtækið selur.

Einnig bjóða tæknimenn okkar, þeir Davíð Arnalds og Ólafur Rowell upp á ástandsskoðun og viðgerðir á flestum almennum gerðum skrifstofu – og rafmagnsbúnaðar.
Við komum ykkur í samband við þá gegnum síma fyrirtækisins: 588 4699

Skoðunargjald tækja
Tekið hefur verið upp skoðunargjald á tækjum sem koma til viðgerðar á verkstæði ef ekkert finnst aðfinnsluvert eða þau verði úrskurðuð ónýt eða ólagfæranleg.
Gjald þetta er kr. 5.995,- m. vsk.

Tæki á verkstæði er oftast nær tilbúið á þriðja virka degi, nema um annað sé samið. Sé það ekki sótt innan 3ja mánaða er áskilin réttur til að farga því eða selja.