NÝTT ÁR HAFIÐ

Um leið og við óskum viðskiptavinum okkar og öðrum velunnurum fyrirtækisins farsæls og hamingjuríks árs 2024, sem reyndar er hlaupár að þessu sinni,  þökkum við fyrir viðskiptin á liðnu ári, svo og fyrir önnur samskipti, sérstaklega viljum við þakka fyrir auðsýnt umburðarlyndi á meðam  flutningur okkar í annað húsnæði stóð yfir og löngu eftir það.

Sérfræðingar frá Entrust Corp. í heimsókn

Í september sl komu í heimsókn sérfræðingar frá fyrirtækinu Entrust til að kynna lausnir þess  í stafrænum greiðslulausnum sem og öryggislausnum en fyrirtækið býður upp á ýmsar lausnir á þessu sviði. Þar má m.a. telja greiðslur með farsíma (Digital card solution), stafræn auðkenning (Identity verification og Digital onboarding), stafrænar öryggisvottanir og PKI (Digital certificates og Publik key infrastructure) o.fl. Heimsóttu þeir nokkur fyrirtæki og stofnanir hérlendis og voru ánægðir með viðtökurnar hér þegar þeir  fóru af landi brott.

Verðhækkun á útseldri vinnu

Við síðustu kjarasamninga hækkuðu laun almennt um 6,75 af hundraði. Útseldri vinnu sem gilti frá 1. september 2022 var haldið óbreyttri þrátt fyrir þessa hækkun launa uns núna þegar taka þarf tillit til þessara launahækkana auk hækkaðs almenns rekstrarkostnaðar, vaxta o.fl. Nýr verðlisti gildir frá og með 1. september 2023. Unnt er að fá upplýsingar um einstaka liði með því að hafa samband við félagið. Akstur á höfuðborgarsvæðinu kostar núna kr. 4.000 m/vsk.

VERÐLÆKKUN á DS1 plastkortaprenturum

Með nýjum samningi við Entrust fyrirtækið, sem við höfum starfað fyrir í 35 ár getum við lækkað verðið á DS1 plastkortaprenturunum um hér um bil kr. 30 þús. Gildandi verð eftir lækkun er nú kr. 239.750 m/vsk. Eigum nokkra svona prentara fyrirliggjandi til afgreiðslu nú þegar.

Nýjung frá Bodet-Time – hliðræn veggklukka knúin af birtunni einni

Franska fyrirtækið Bodet Time, sem við höfum starfað með í nokkur ár, var að kynna nýjung í hliðrænum veggklukkum, sem knúnar eru með  bæði birtu og sólarorku. Fyrst um sinn verða framleiddar tvær gerðir, báðar með 30 cm skífum, önnur með hvítri skífu en svört í miðjunni en hin alsvört. Tegundarheiti þeirra er PROFIL 930L Hvíta klukkan er alfarið framleidd úr vistvænum og endurunnum efnum og sú svarta að mestum hluta. Það þarf lágmarksbirta 100 lúx til að knýja þær og til að ganga samfellt allan sólarhringinn þurfa þær að vera í 150 lúx birtu í 10 klst. Innra verk þeirra viðheldur nánast réttum tíma, en þær eru einnig með viðtöku fyrir þráðlaus samhæfingarmerki frá stjórnklukku og séu margar slíkar klukkur í sama húsi getu þær með þessu móti allar sýnt nákvæmlega sama tíma. Engir kaplar, engar snúrur, engar rafhlöður, unnt að setja upp hvar sem er innanhúss.

 

LOKAÐ 16. JÚNÍ 2023

Viljum ítreka fyrri tilkynningu um að lokað verður hjá okkur föstudaginn 16. júní 2023. Opnum aftur mánudaginn 19. júni á venjulegum opnunartíma.