VISTVÆN KORTASLÍÐUR

Birgir okkar, Sogedex Accessories í Frakklandi, þaðan sem við flytjum inn alls konar kortaíhluti, kortaslíður, hálsbönd, snúruhjól o.fl. leggur áherslu á vistvænar vörur og hefur undanfarið verið að kynna vistvæn kortaslíður, það sem þau nefna „biogradable“, bæði fyrir eitt kort eða tvö kort í sama slíðri, en einnig eru í boði slíður sem hrinda frá sér örverur, þ.e. „antimicrobial“ kortaslíður. Á myndinni má sjá úrval slíkra slíðra. Þar má einnig sjá neðst á myndinni tvenns konar slíður, annars vegar með silfurramma og hins vegar gylltan ramma. Þessi slíður eru einstök að þessu leyti fyrir þá sem vilja vera „áberandi“. Ekkert af þessum slíðrum er enn fyrirliggjandi hjá okkur en hafið samband ef óskað er eftir að við pöntum slík slíður.