Vistvæn kortaslíður

Birgir okkar fyrir alls kyns kortaíhluti, Sogedex-Accessories í Frakklandi, hefur undanfarið verið að auka úrvalið í vistvænum kortaslíðrum, en einnig slíðrum sem hrinda frá sér örverur. Enn sem komið er eigum við ekki slík slíður fyrirliggjandi, en erum með sýnishorn á staðnum og reiðubúnir að panta með næstu sendingu, ef svo ber undir og áhugi er að nota slík slíður. Myndin sýnir nokkur þessara kortaslíðra, ein gerðin tekur tvö kort í einu. Neðst á myndinni má svo sjá slíður með silfur- og gullramma. Þau eru einnig fáanleg frá sama fyrirtæki.