Höfum haft milligöngu um prentun plastkorta fyrir banka, stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök o.fl í áratugi eða alveg frá upphafi áttunda áratugs síðustu aldar, þ.e. í meira en 50 ár. Núna önnumst við milligöngu um slíka prentun hjá nokkrum erlendum kortaprentsmiðjum í nærumhverfi okkar með stuttum biðtíma. Boðið er upp á alls konar útfærslur í prentun, glansandi eða mött kort, glansprentun vörumerkis eða annað svipað, þrívíddarútlit eða þrívíddarmynstur o.fl. afbrigði. Með langa þekkingu okkar og reynslu á þessu sviði erum við reiðubúnir að veita ráðgjöf og afla tilboða í slíka prentun, hvort sem vantar nokkur hundruð kort eða tugþúsundir korta.