Með aukinni áherslu á stafrænt öryggi og öryggi gagna er nauðsynlegt að skoða hvað er hægt að gera til að tryggja öryggið eins og hægt er. Eitt af því sem hægt er að gera er að notast við svokallaða HSM (Hardware Security Module), sem dulkóðar stafræna lykla og ver þannig mikilvægar tölvur og netþjóna sérstaklega.
Fyrirtækið Entrust býður upp á svona HSM í nokkrum útfærslum, bæði frístandandi og sem hluta af tölvum eða netþjónum sem gera þá tölvuþrjótum erfiðara fyrir að komast inn í gögn eða lykla í mikilvægum tölvum.
