Í inngangi greinarinnar „2025 Identity Fraud Report“, sem félagið Entrust birtir kemur fram að með breyttri tækni og nýjungum hafi svik einnig breyst og færst yfir í tæknilegri árásir á borð við fölsuð persónusvik og djúpfölsunartækni og að svik séu jafnvel seld sem þjónusta. Einnig sé nú farið að nota gervigreind í svikatilgangi.
Megin niðurstöður greiningarinnar sem koma fram í greininni er að stafrænar útfærslur svika hafi að mestu leyti leyst hefðbundnar aðferðir á borð við fölsun skjala af hólmi og hafa þessar stafrænu aðferðir aukist um 244% árlega. Í öðru lagi hafa svik með aðstoð gervigreindar aukist mikið á síðustu árum og í þriðja lagi að þessi svik eru að verða fagmannlegri og aðgengilegri með aukinni tækni og þjónustuframboði á þessu sviði. Greinin segir einnig að þeir þrír hópar atvinnulífsins sem eru líklegastir til að lenda í stafrænum svikum af þessu tagi eru í fyrsta lagi stafrænar myntir, í öðru lagi hvers konar lánastarfsemi og í þriðja lagi hefðbundin bankastarfsemi.
Innan Entrust er reynt að einblína á hugmyndafræðina „Zero trust“, eða „Ekkert Traust“, þar sem þeir ráðleggja sínum viðskiptavinum að treysta aldrei neinu og staðfesta allt, eða „Never Trust, Always Verify“. Með kaupum Entrust á félaginu Onfido hefur félagið bætt við lausnum sem nota gervigreind til að auðkenna fólk með því að reyna að greina það sem er meira vélrænt en mannlegt og þar af leiðandi meiri líkur á fölsun. Entrust mælir ennfremur með að félög noti margvíslegar leiðir til að minnka líkur á að verða fórnarlömb fölsunar og árása eins og að skoða vel viðskiptavini sína og upplýsingar um þá, að nota frekar SDK (software developer kit), eða forritunarbúnað til að innleiða viðskiptavini frekar en API (application programming interface), fylgjast með svikum á öllum sviðum og tímalínu viðskipta, notast við „Ekkert Traust“ hugmyndafræði í rekstri og nota gervigreind til að verjast gervigreind.