60 ÁR Í SAMA STARFI

Á þessu ári sem er að líða hefur Birgir Arnar framkvæmdastjóri félagsins Otto B. Arnar ehf., starfað hjá því í 60 ár, en hann hóf störf árið 1964 og tók við rekstrinum eftir andlát föður síns og stofnanda félagins Otto B. Arnar, árið 1972. Á þessu tímabili hafa orðið margvíslegar breytingar á rekstrarumhverfi fyrirtækja, bæði vegna tækniþróunar og líka samfélagsbreytinga en alltaf hefur Birgir staðið vaktina, líka gegnum efnahagsleg áföll sem hafa dunið á þjóðinni og má þar sem dæmi telja efnahagsþrengingar í lok áttunda áratugarins, covid faraldurinn fyrir nokkrum árum og ef til síðast en ekki síst efnahagshrunið 2008, sem var það versta í um það bil 100 ár.

Á þessum tíma hefur Birgir oft á tíðum lagt nótt við dag til að halda rekstrinum gangandi og hefur oftar en ekki fórnað sínum eigin hagsmunum og tíma til að svo geti verið og hefur hann til að mynda sjaldnast tekið sér hefðbundið sumarfrí eða verið frá vinnu vegna veikinda og ég hugsa að hann hafi verið minna frá vinnu en margir starfsmenn á öðrum sviðum atvinnulífsins sem ekki mun tíundað hér, til samans, enda virðist í ákveðnum stéttum vera orðin lenska að vinna minna og kvarta meira.

Við óskum Birgi til hamingju á þessum tímamótum og vonum að hann geti notið starfskrafta sinna eins lengi og hann hefur löngun til. (Snorri B. Arnar – 20.12.2024.)

Posted in Fréttir.