Nýjung frá Bodet-Time – hliðræn veggklukka knúin af birtunni einni

Franska fyrirtækið Bodet Time, sem við höfum starfað með í nokkur ár, var að kynna nýjung í hliðrænum veggklukkum, sem knúnar eru með  bæði birtu og sólarorku. Fyrst um sinn verða framleiddar tvær gerðir, báðar með 30 cm skífum, önnur með hvítri skífu en svört í miðjunni en hin alsvört. Tegundarheiti þeirra er PROFIL 930L Hvíta klukkan er alfarið framleidd úr vistvænum og endurunnum efnum og sú svarta að mestum hluta. Það þarf lágmarksbirta 100 lúx til að knýja þær og til að ganga samfellt allan sólarhringinn þurfa þær að vera í 150 lúx birtu í 10 klst. Innra verk þeirra viðheldur nánast réttum tíma, en þær eru einnig með viðtöku fyrir þráðlaus samhæfingarmerki frá stjórnklukku og séu margar slíkar klukkur í sama húsi getu þær með þessu móti allar sýnt nákvæmlega sama tíma. Engir kaplar, engar snúrur, engar rafhlöður, unnt að setja upp hvar sem er innanhúss.

 

KORTAÍHLUTIR Á HAGSTÆÐU VERÐ

Seljum í lausasölu eða heilum kössum (100 stk)kortaslíður í18 mismunandi gerðum, bæði úr harðplasti eða vinyl, nú einnig úr vistvænu efni(biodegradable). Hálsbönd í mismunandi litum með króklás eða snúruhjóli, einnig alls konar festingar fyrir kortahöldur eða plastkort t.a.m. snúruhjól. Hvergi meira úrval en hjá okkur og verðið með því hagstæðasta sem gerist. Eigum þetta oftast fyrirliggjandi eða þá stutt í pantanir.

 

LOKAÐ 16. JÚNÍ 2023

Viljum ítreka fyrri tilkynningu um að lokað verður hjá okkur föstudaginn 16. júní 2023. Opnum aftur mánudaginn 19. júni á venjulegum opnunartíma.

Sumartími varir!

Á tímabilinu 1. júní til 31. ágúst varir sumartími í opnun fyrirtækisins, en það er frá kl. 9.00 árdegis til kl. 16.00 síðdegis.

Athuga skal einnig að föstudaginn 16. júní er lokað allan daginn vegna fjarveru eigenda og stjórnenda.

Ný sending af kortaíhlutum, kortaslíður o.fl.

Vorum að fá nýja sendingu af kortaíhlutum frá birgi okkar í Frakklandi, svo sem kortaslíður, hálsólar o.þ.h. Nú getum við boðið 9 mismunandi afbrigði af lokuðum kortaslíðrum og 4 afbrigði af opnum, þar á meðal vistvænt opið lóðrétt kortaslíður (biodegradable) sem er nýjung í flóru okkar af slíðrum. Myndin sýnir slíkt opið slíður. Skoðið úrvalið hér á vefsíðunni okkar.

VIÐ FLYTJUM

Fyrirtækið er lokað í dag og á morgun vegna flutninga. Opnum aftur mánudaginn 6.mars á neðri hæð á Laugarásvegi 2, 104 Reykjavík. Biðjumst velvirðingar á óþægindum, sem það kann að valda viðskiptavinum okkar. Ef nauðsyn krefur má hafa samband í farsímum 8974694 (Snorri) eða 8964599 (Birgir).

Vistvæn kortaslíður

Birgir okkar í kortaslíðrum, hálsböndum, snúruhjólum o.fl., Sogedex Accessories í Frakklandi, hefur að á undanförnum mánuðum verið að framleiða vistvæn kortaslíður „Biodegradable“ en einnig slíður, sem hrinda frá sér örverur „antimicrobial“. Auk þess er í boði slíður með vörn fyrir gagnakort. Þessi vistvænu slíður eru ekki enn á lager hjá okkur, en sýnishorn eru fyrir hendi ef áhugi er að skoða þau og jafnvel láta okkur panta slík slíður.

Verðhækkun á útseldri þjónustu

Eins og mörg undanfarin ár voru taxtar fyrir útselda þjónustu hækkaðir um 5% 1. september sl. Þrátt fyrir að laun hafi hækkað síðustu áramót hefur verið miðað við þessa dagsetningu. Vonað er að næstu kjarasamningar verði það hóflegir að ekki þurfi að breyta þessari hefð.

Umhverfisvænar umbúðir utan um prentborða

Að undanförnu hefur ENTRUST fyrirtækið verið að breyta umbúðum utan um prentborðana fyrir plastkortaprentara í umhverfisvænar umbúðir, sbr. meðf. mynd. Þetta er jákvætt, en neikvæðu fréttirnar eru að vegna hækkunar á hráefni sem notað er í framleiðslu á þessum prentborðum hefur fyrirtækið neyðst til að hækka verðið á þeim. Þetta hefur verið gert í smáskömmtum en engu að síður eru hækkanir nánast í hverri sendingu sem við fáum. Að auk hefur bandaríkjadollar hækkað að undanförnu, svo að þessi hækkun hefur einnig áhrif á verðið. Okkur þykir þetta miður og vonum að þessar hækkanir verði  ekki viðvarandi öllu lengur. Það má og geta þess að það eru fyrst og fremst prentborðar í gömlu SP og SD prentaralínuna sem hækka mest, en rekstrarvörur í SIGMA prentarana eru frekar hófstilltir í verðhækkunum enn sem komið er.

STAFRÆNAR BODET ÚTIKLUKKUR Á AKUREYRI

Nýlega voru settar upp tvær samtengdar stafrænar útiklukkur frá Bodet-Time á Glerártorgi á Akureyri, en auk tímans sýna þær einnig hitastig. Klukkurnar eru með 25 cm rauðum stöfum og til að viðhalda ávallt réttum tíma taka þær við GPS merkjum frá gervitunglum. Sams konar klukka er í Sundlaug Akureyrar, en á fæðingardeild  Sjúkrahúss Akureyrar eru tvær stafrænar inniklukkur með WiFi tengingu, sem sýna nákvæmlega réttan tíma þegar fæðing á sér stað.