Nýlega voru settar upp tvær samtengdar stafrænar útiklukkur frá Bodet-Time á Glerártorgi á Akureyri, en auk tímans sýna þær einnig hitastig. Klukkurnar eru með 25 cm rauðum stöfum og til að viðhalda ávallt réttum tíma taka þær við GPS merkjum frá gervitunglum. Sams konar klukka er í Sundlaug Akureyrar, en á fæðingardeild Sjúkrahúss Akureyrar eru tvær stafrænar inniklukkur með WiFi tengingu, sem sýna nákvæmlega réttan tíma þegar fæðing á sér stað.
WiFi-tengdar hliðrænar og stafrænar veggklukkur
Nýjung hjá Bodet-Time framleiðanda hliðrænna og stafrænna veggklukkna er WiFi klukkur, sem fá tímamerki beint frá beini með skráningu IP tölu og séu fleiri en ein klukka á staðnum munu þær allar sýna sama tíma. Þær þurfa því aðeins rafmagnstengingu en nauðsyn á tengingu við sérstaka stjórnstöð er óþörf. Nýlega voru tvær stafrænar klukkur með WiFi tengingu, eins og myndin sýnir, settar upp í fæðingarstofum í Sjúkrahúsinu á Akureyri og er almenn ánægja með þessar klukkur. Við bjóðum áfram klukkur sem ýmist vinna sjálfstætt eða með tengingu við stjórnstöð þegar WiFi klukkur henta ekki til notkunar á viðkomandi stað eða ef stjórnstöðin eigi jafnframt að stjórna bjölluhringingum eða öðrum tímasettum aðgerðum.
OKI svart-hvítir LED prentarar
Vorum að fá sendingu á nokkrum OKI prenturum, sem prenta í svörtu á A4 pappír (eða minna). Þetta eru B412dn gerðin sem prentar báðum megin ef svo ber undir, prenthraði 33 einhliða síður á mínútu. Sama verð og áður, þ.e. tæplega 50 þús. kr. Eins og flestir vita er orðið erfitt að fá sum prenttæki til landsins, fyrst og fremst vegna skorts á hálfleiðurum, en einnig vegna tafa á flutningi milli landa, sérstaklega frá Asíulöndum.
Umslagapökkunarvél
Enda þótt notkun umslaga fer ört þverrandi eru margir bankar og innheimtufyrirtæki enn að senda tilkynningar bréfleiðis, ennfremur liggur markaðsfæri í tilkynningum á bréfsefni, t.a.m. í beinni markaðskynningu. Allir vita hversu ömurlegt það getur verið að handbrjóta pappír og stinga inn í umslag og loka því. Nauðsynlegt að hafa plástur í skúffunni. Við erum með í umboðssölu lítið notaða umslagapökkunarvél, Pitney Bowes gerð „Relay“ 2000. Hún er snögg að brjóta pappírinn í helming eða í þrennt og stinga honum inn í umslagið. Ef það er með lími á gamla mátann getur hún vætt límið og lokað umslaginu. Hafðu samband – verðið er samkomulagsatriði!
KELIO tímaskráningar- og viðveruhugbúnaður frá BODET SOFTWARE
KELIO hugbúnaðurinn er hentugur fyrir rekstur, sem er með fleiri en eina starfsstöð en eina miðlæga starfsstöð sem heldur utan um allar tímaskráningar og viðveru starfsfólks á starfsstöðvunum. Sníða má hugbúnaðinn að verksviði hvers starfsmanns og skrá viðveru og fjarveru, dagvinnu og yfirvinnu, skv. kjarasamningi eða sérstökum vinnusamningi. Skráning gegnum klukku, ýmist með nándarkorti (lykli) eða fingrafari. Einnig fjarskráning með farsíma er möguleg. Margir aðrir þættir fólgnir í hugbúnaðinum, svo sem aðgangsstýring, skilaboð o.fl. Ánægðir notendur hérlendis, hvernig væri að heyra í okkur og kynnast Kelio lausninni?
NÝJUNG FRÁ BODET TIME
Um nokkurt skeið hafa nokkrar stafrænar klukkur frá franska fyrirtækinu Bodet Time verið fáanlegar með “WiFi” virkni, en nú eru einnig flestar hliðrænar (analog) klukkur í boði með sams konar virkni. Í eðli sínu merkir þetta að ekki þarf lengur stjórnklukku til að senda klukkunum samhæfingarmerki, heldur sækir hver klukka réttan tíma í beininn (router) eða í netkerfið þegar það á við. Hver klukka fær frá beininum sína IP tölu sem unnt er að eyrnamerkja henni. Þetta er að sjálfsögðu háð því að beinirinn eða netkerfið sé ávallt með réttan tíma. Ef ekki þá væri unnt að tengja tímaþjón við netkerfið en slíkur þjónn (Netsilon) er fáanlegur frá Bodet Time fyrirtækinu.
Video kynning á ENTRUST fyrirtækinu
Sýnum þetta myndband til kynningar á ENTRUST fyrirtækinu, en það hét áður Datacard, fyrirtæki sem við höfum haft umboð fyrir í u.m.b. 35 ár. Entrust er með höfuðstöðvar í Minnesota í Bandaríkjunum og skráð þar, en aðaleigendi þess er Quandt fjölskyldan í Þýskalandi, en fjölskylda þessi á m.a. BMW bifreiðaverksmiðjurnar.
Entrust sérhæfir sig í útgáfu alls kyns öryggisvottana og skírteina, svo sem fyrir SSL, PKI og annarra stafrænna lausna fyrir miðlun upplýsinga milli einstaklinga og fyrirtækja, stofnanna og banka o.fl. Einnig framleiða þeir vélbúnað fyrir útgáfu skilríkja og fjármálakorta (Visa og MC), svo og prentara fyrir félagakort, vinnustaðaskilríki o.fl.
Entrust Sigma plastkortaprentarar (videokynning)
Í sambandi við kynningu sem nú stendur yfir á SIGMA plastkortaprenturum, nýrri framleiðslu frá ENTRUST (áður Datacard) birtum við hér kynningarmyndband um þessar vélar.
NÝ LÍNA PLASTKORTAPRENTARA
Nú stendur yfir kynning hjá okkur á nýrri línu plastkortaprentara frá Entrust fyrirtækinu, sem áður hét Entrust Datacard, en við höfum í marga áratugi selt hérlendis litla kortaprentara fyrir starfsmannaskírteini, félagakort o.fl.
Í nýju línunni eru fjölmargar útfærslur prentara með breytilegum eiginileikum og að sjálfsögðu val um prentara með segulrandar- og/eða örgjörvakóðun, fyrir snertilausa örgjörva eða með snertum, eins og bankakortin.
Sameiginlegt með öllum prenturunum er að þeir eru allir búnir TLS/SSL vottunum og stjórna má þeim á hefðbundinn hátt eða með snjallsímasmáforriti. Myndgæði eru allt að 300 x 1200 dpi og valkostir um glansprentun á einstaka fleti eða útfjólubláa prentun (ósýnileg berum augum).
Sýningarprentari á staðnum, svo og fullkominn hugbúnaður fyrir kortahönnun og miðlun samskipta við prentarann.
Verið velkomin að sjá og sannfærast!
Entrust rafræn skilríki
Samstarfsaðili okkar til 35 ára, Entrust Datacard Corp. sem reyndar hét í byrjun samstarfsins Datacard Corp, en breytti nafninu í Entrust Datacard þegar það keypti kanadíska Entrust fyrirtækið fyrir 6 árum síðan, en það sérhæfir sig í alls kyns öryggisvottunum og stafrænum skilríkjum fyrir lokaðar vefsíður eða lén, en einnig stafrænum skilríkjum fyrir stafrænar undirskriftir, kóðaða lykla á internetinu, öryggi í tölvupóstum og farsímum. Einnig bjóða þeir PKI lausnir og fleira mætti telja.
Ein nýjungin felst í lyklalausu og snertilausu aðgengi að vinnutölvu innan veggja fyrirtækja eða félaga með rafrænu aðgengi gegnum farsíma notanda ýmist gegnum lífsýni, andlitsskönnun eða PIN og þegar það er fengið virkjast „Bluetooth“ tenging við tölvu notanda, þannig að hverfi hann um stundarsakir frá tölvu sinni lokast sjálfkrafa aðgengi annarra að verkþáttum, sem unnið er við og opnast ekki fyrr en starfsmaður kemur til baka. Að sjálfsögðu háð skilyrðum um tölvunotkun settar af yfirstjórn félags.
Því ekki slá á á þráðinn eða senda okkur skilaboð gegnum messenger, eða þá senda okkur tölvupóst, oba@oba.is.